Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hringlandaháttur.

Óttalegur hringlandaháttur er þetta með borgina.  Hvaða stjórn verður svo á morgun eða hinn?  Nú ef svo Ólafur leggst veikur aftur - Margrét kemur aftur inn.  Þá verður REI-listinn aftur inn, því ekki styður Margrét Vilhjálm og félaga og ekki Frjálslynda var það?  Svo hressist Ólafur aftur og aftur fara þeir Villi í eina sæng (þó Ólafur hafi fyrir ekki svo löngu síðan haft ófögur orð um hnífsstungur í bakið og annað óskemmtilegt frá sjálfstæðismönnum til handa honum).

Þetta er ein hringavitleysa.  Og á svo maðurinn að verða borgarstjóri - "með allt þetta atkvæðamagn að baki"?  Það held ég að stólagræðgi, höfðingjasleikjuháttur og önnur sveitamennska Íslendinga eigi eftir að gera okkur að athlægi heimsbyggðarinnar núna.  Tekur einhver mark lengur á þessu fólki?


Brókarsjóðurinn.

Það kviknaði hjá mér hugmynd um daginn þegar ég rakst á skrif um STEF-gjöld og útfærðist hún lítillega í umræðum við þau skrif.  Það væri nú kannski leið til að jafna launamun kvenna og karla að nota STEF-gjaldaaðferðina.  Nú er verið að leggja lagafrumvarp fyrir þing sem miðar að því að koma einhverju skikki á þetta mál.  En við vitum að litla sveitalega íhaldssama þjóðin á norðurhjara veraldar mun ekki samþykkja neinar breytingar í þessa átt og að það virka ekki almenn markaðslögmál á þessu landi.  Því tel ég að ráð sé að nota eitthvað sem virkar nú þegar.

Það svínvirkar hjá STEF að safna í feita sjóði með því að taka ákveðnar upphæðir af hverjum einasta geisladisk, myndbandsspólu og mp3-spilara sem seldur er.  Feitu sjóðirnir eru ætlaðir sem bætur fyrir meint brot á höfundarrétti sem hugsanlega er hægt að fremja með varningnum.  Það væri aldeilis hægt að nota þetta módel til að safna í sjóði og bæta konum launaskerðinguna sem þær verða fyrir vegna þess að þær eru konur.  Reyndar ekkert hugsanlegt þar, launamunurinn er staðreynd.

Það má setja fast gjald á allar nærbuxur með buxnaklauf, til dæmis 800 kr. og 300 kr. á allar nærbuxur merktar Spiderman, Batman, Superman eða aðrar teiknimyndahetjur.  2000 kr. skatt á alla skó af stærð 41 og stærra, (konur sem nota svona stóra skó fórna sér bara fyrir málstaðinn).  Þessi gjöld myndu svo renna í Brókarsjóðinn og úr honum yrði úthlutað til kvenna þegar þær eru farnar að vinna og fengi hver kona mismun launa milli sín og karlmanns í sama/sambærilegu starfi.  Með tíð og tíma má svo auka gjaldtökuna og setja gjöld á fleiri karlmiðaðar vörur.


Nauðgunarlyf á lyfjaskrá - af hverju?

Heiða nokkur hefur vakið athygli á því á blogginu sína að hún hafi kynnt sér svefnlyfið Flunitrazepam. Flestir kannast betur við Rohypnol eða nauðgunarlyfið en Flunitrazepam er sama lyfið undir öðru nafni.

Heiða skrifaði m.a.: 

''Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel  og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.

Augljósasti ''kostur'' lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að  fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.'' 

Á síðu Heiðu eru nánari og ítarlegri upplýsingar um lyfið og svör sem hún fékk frá Landlæknisembættinu í þessari ''könnunarferð'' sinni.

Þrátt fyrir að auðveldlega sé hægt að nota önnur lyf fyrir sjúklinga í stað Flunitrazepam, hefur lyfið ekki verið tekið út af lyfjaskrá.

Heiða hefur nú beðið okkur (bloggara) um aðstoð til að vekja athygli á málinu, með því að blogga um það og/eða senda Lyfjastofnun tölvupóst. Hann má vel vera saminn af ykkur sjálfum eða bara afrita textann hér undir:  

Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá. Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki fólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis. Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.

Öryggi barnanna okkar sem og annarra ástvina hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist að hafa þetta hættulega lyf í umferð

------------------------------------------- 

Getur einhver upplýst mig/okkur/alla um af hverju í ósköpunum þessi lyf (Rohypnol og Flunitrazipam) er á lyfjaskrá þegar það hefur enga kosti umfram önnur svefnlyf en til nauðgana?  Af hverju var lyfið tekið til sölu á Íslandi yfir höfuð (það er nú langur ferill og fyrirhöfn að koma lyfi á lyfjaskrá á Íslandi)?

Ef einhvern langar til að spyrja hvort eigi þá ekki bara að banna öll svefnlyf þá er svarið:  Það á að banna öll lyf sem hafa sömu verkun og Rohypnol og Flunitrazipam.  Eins og marg oft hefur verið bent á þá eru til önnur svefnlyf sem hafa nákæmlega tilætlaða virkni fyrir þá sem þurfa að neyta svefnlyfja.


Þekkir þú flokkinn?

Þar sem fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á að miðla neinu nema niðurstöðum "misviturra" skoðanakannana þá neyðist ég til að skoða vefi flokkanna til að sjá hverjar áherslur þeirra eru fyrir kosningar.  Niðurstaðan er að allir segja nánast það sama með mismunandi orðalagi.  Hér fyrir neðan er það sem flokkarnir stefna á í menntamálum, svona til gamans.  Þar er reyndar bara einn flokkur sem ætlar að gera eitthvað, hinir segja bara hvað væri æskilegt og fallegt.  Það verður að geta þess að það hafa ekki allir flokkarnir menntamál á lista yfir áherslumál fyrir þessar kosningar svo neðangreindur listi er ýmist tekinn úr stefnuyfirlýsingum flokkanna eða áherslumálalista.

Þekkir þú hvaða flokkur er hvað?

xyz
Jafn aðgangur að menntun er eitt öflugasta tækið til að jafna kjör og vinna gegn mismunun og stéttaskiptingu. Leggjum áherslu á að frumkvæði einstaklinganna blómstri í skólum landsins og að fjölbreytni og jöfnuður haldist í hendur í öflugu opinberu skólakerfi. Lækkum strax bókakostnað framhaldsskólanema og gerum átak í að bæta aðstöðu og aðgengi nemenda með sérþarfir að menntun á öllum skólastigum. Afnemum samræmd próf í núverandi mynd og eflum fjölbreytni í skólastarfi.** ætlar að ráðast í menntasókn og stuðla að öndvegis menntun á öllum skólastigum. Menntun er forsenda áframhaldandi velferðar og samkeppnishæfni íslensku þjóðarinnar. Hún er jafnframt lykillinn að tækifærum og innihaldsríku lífi hvers einstaklings.  Stuðla að því að öllum standi til boða gjaldfrjáls menntun frá og með leikskóla til og með háskóla. Tryggja að skólagjöld verði ekki tekin upp í almennu grunn- og framhaldsnámi við opinbera háskóla. Leggja niður samræmd próf í núverandi mynd.  Auka faglegt sjálfstæði skóla, draga úr miðstýringu og auka valfrelsi nemenda. Bjóða upp á ókeypis námsbækur í framhaldsskólum og fella niður innritunar og efnisgjöld.  Breyta 30% námslána í styrk að loknu námi, afnema ábyrgðarmannakerfi og greiða námslán út mánaðarlega í því skyni að lækka vaxtakostnað námsmanna. Jafnframt þarf tryggja námsmönnum sem stunda hlutanám rétt til þess að fá námslán. leggur áherslu á að líta beri á fræðslu og menntun sérhvers einstaklings sem ævilanga vegferð þroska og framfara og mikilvægt er að hver finni sér sinn hraða.  hvetur til áframhaldandi þróunar sem stuðlar að aukinni fjölbreytni, samkeppni og faglegum metnaði. Skólastjórnendur eiga að geta valið um kennara með ólíka menntun og bakgrunn allt eftir áherslum.  fagnar auknu valfrelsi foreldra sem orðið hefur á síðustu árum og áréttar að taka eigi upp þá grundvallarreglu að opinbert fé fylgi barni óháð vali á skóla. Auka má enn frekar fjölbreytni og ólíka kennsluhætti með því að styðja við mismunandi rekstrarform skóla.  hvetur til að sérstök áhersla verði lögð á að efla leikskólastigið í samvinnu við foreldra og kennara, stofnanir og atvinnulífið. Í samræmi við þá grundvallarreglu að fé fylgi barni áréttar landsfundur að engu skipti hvort sá styrkur fari til opinberra aðila, einkaaðila eða til heimilisins sjálfs.  leggur áherslu á að sjálfstæði framhaldsskóla verði tryggt til að þeim gefist kostur á að bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir og sveigjanlegan námstíma til stúdentsprófs.  fagnar auknu framboði á háskólanámi, fjölgun háskólanema og samkeppni milli háskóla.  telur farsælast fyrir háskólastigið að allir háskólar í landinu heyri undir ráðuneyti menntamála.  ætlar að efla enn frekar tækifæri til símenntunar. Einnig þarf að fjölga þeim svo allir landsmenn njóti námstækifæra í heimabyggð.  vill auka vægi listnáms á öllum skólastigum og efla tónmenntakennslu í grunnskólum.
qcw
Menntakerfið á að veita öllum íslendingum sömu möguleika til að afla sér þroskandi menntunar og tryggja framsæknu atvinnulífi aðgang að vel menntuðu vinnuafli.  Menntakerfið á Íslandi er nú þegar í fremstu röð.  Jafnrétti til náms er grunnstef í stefnuEitt helsta verkefni stjórnvalda er að efla og treysta skólastarf á öllum stigum, tryggja menntun þjóðarinnar og búa í haginn fyrir öflugt vísinda- og rannsóknastarf. Þörf er á fjölbreytilegum námsleiðum fyrir nemendur með ólíka hæfileika til að öðlast verkmenntun og bókþekkingu. Efla skal verknám, listnám, skapandi hugsun, siðræna hugsun og umhverfis- og lýðræðisvitund nemenda strax á unga aldri. Minnka skal miðstýringu og gera skólum kleift að verða sjálfstæðari bæði hvað varðar námsstefnu og fjármál. Sjálfstæðir skólar skulu njóta jafnræðis við opinbera skóla.  Fjármagn fylgi hverjum nemanda frá lögheimilissveitarfélagi samkvæmt grunnskólalögum. Sjálfstæðir skólar á grunnskólastigi skulu ekki innheimta skólagjöld af nemendum sínum.  Mennt er máttur fyrir innflytjendur Kunnátta í íslensku og helstu þáttum samfélagsins er mikilvæg fyrir nýja þjóðfélagsþegna til að aðlagast og verða virkir þátttakendur á öllu sviðum íslensks samfélags. Efla þarf þennan þátt á öllum skólastigum og bjóða innflytjendum að kostnaðarlausu.  Íslensk menning og náttúra Efla ber rannsóknir á íslenskri menningu og náttúru. Einnig skal að því stefnt að nýta sérstöðu landsins við þekkingarsköpun og miðla henni til verr settra þjóða, eins og t.d. í sjávarútvegsmálum, orkumálum og jafnréttismálum.óhindraður aðgangur allra að menntun án tillits til efnahags og búsetu.  Hátt menntastig er besta fjárfesting íslensku þjóðarinnar til framtíðar og eflir framgang frelsis, upplýstrar umræðu, fordómaleysis og lýðræðis.  Menntun og rannsóknir eiga að njóta forgangs í íslensku þjóðfélagi.  Íslendingar efli rannsóknar- og þróunarstarf og verði í fremstu röð í notkun tækni.  Þjóðin taki virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi í þágu menntunar og nýti sér m.a. þá styrkjamöguleikar sem bjóðast með samningnum um EES til þess.  Lögð verði áhersla að bæta aðgang að framhaldsnámi og símenntun með aukinni áherslu á fjarnám.  Lögð verði áhersla á gott að gengi allra að símenntun og fjarnámi. Kanna hvort æskilegt sé að breyta semsetningu náms á öllum skólastigum og námsferli verið endurskoðað frá leikskóla til háskóla með áherslu á samfellu í námi.  Gæðakröfur til skóla á öllum skólastigum lúti viðurkenndum viðmiðunum og innra starf skóla lúti innra og ytra mati eftirlitsaðila.  Fyrirtæki verði hvött til fjárframlaga til skóla með því að gera framlögin frádrættarbær.  Efla tengsl atvinnulífs og skóla.


Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband