Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Keðjubréf.

Reglulega gengur yfir heimsbyggðina keðjubréfaæði.  Það hefur gert það í áratugi.  Hér áður með venjulegum pósti.  Ég man eftir einhverjum tilgangi með sumum hér í gamla daga, senda servíettur, tyggjóplötu eða eitthvað til efsta nafnsins á listanum og senda svo nýtt eins bréf til 5 vina, fjarlægja efsta nafnið af listanum og setja sitt neðst.  Svo átti maður auðvitað að drukkna í servíettum eða tyggjói eða einhverju.  Ég hef slitið óteljandi svona keðjur, einhverjum tókst mér að halda áfram, en minnist þess ekki að hafa fengið svo mikið sem tyggjóbréf.

Í dag gengur þetta með email.  Póstur með einhverjum krúttlegum myndum, upphrópun um að þú hafir lent í snjóboltakeðjunni og allir sem hafa tekið þátt í henni hafa orðið fyrir einhverju ótrúlegu happi og hinar og þessar dæmisögur um þá sem slitu keðjuna og hafa lent í hræðilegum slysum eða eitthvað.  Geðslegt?  Krúttlegt?  Bara gaman að þessu?

Dæmi:

Angel Tag I'll just take it as a hint if I don't get this back. How many
people actually have 8 true friends? Hardly anyone I know! But some of us
have all right friends and good friends!!! You have been tagged by the
Friendship Angel Which means you are a great friend!! You will have good luck
for Two Years if you send this to 8 people or more and if it is sent back to
you then you know that you are a true friend..... You must send it in 5
minutes or your good luck will be broken!!!

Þetta dæmi er frekar pent.  Ég persónulega þoli ekki svona bréf og slít allar keðjur (heimurinn hefur ekki enn farist samt).  Frá upphafi til enda er gefið í skyn að annað hvort sé fólk svo ömurlegt að það eigi ekki vini eða séu ekki vinir vina sinna. 

  • Er það merki um góða vináttu að senda vini sínum hótanir um ævarandi hörmungar eða bölvanir ef hann sendi ekki ómerkilegt bréf út um allan heim?
  • Er það merki um góða vináttu að stimpla "vin" þinn fyrirfram sem falskan vin ef hann heldur ekki keðjunni áfram?  Því það eru bara góðir vinir sem fá svona bréf og fá þau aftur til baka.
  • Á fólk yfirleit 8-15 góða vini?  Ég persónulega kæri mig ekki um mikið fleiri en þessar 3 allra bestu vinkonur sem ég á, aðrir eru bara venjulegir vinir eða kunningjar.
  • Hvað með ónettengdu vini þína eru þeir þá aldrei alvöru vinir?   Því þeir fá aldrei svona óbrigðul merki um stórkostlega vináttu.

Svo er ömurleikinn falinn í sætum englamyndum, krúttlegum kettlingum, fiðrildum, blómum og smábörnum.  Það hlýtur að gera þessi ljótu bréf falleg er það ekki?  Hér á árum áður man ég ekki eftir þessum hótunum og bölvunum.  Þau settu heldur engin kerfi á annan endann.  Það getur gerst í dag.  Póstþjónum út um allan heim er oft drekkt í svona bulli og þetta er oft leið til að gera óskunda í netumferð.  Umferð verður hæg, diskar fyllast af mikilvægum englamyndum og svona.  Tími er tekinn sem hægt væri að nota í eitthvað uppbyggilegra.  Til dæmis hringja í vin og segja honum hvað það sé gaman að heyra í honum.  Wink

KittyAngelAð lokum er hérna krúttlegur kettlingsengill, sem þýðir að þú hefur verið klukkaður af bloggenglinum og ef þú setur ekki ummæli hjá 45 bloggvinum fyrir kl. 15:00 á morgun muntu þjást af ritstíflu og bloggtregðu í 4 vikur og það mun snjóa fram í júní á næsta ári, bara hjá þér.

LoL  Í alvöru!  Sendu vinum þínum frekar góða kveðju og slepptu bölvununum og hótununum, hver sem þú ert og svarar alltaf öllum keðjubréfum.


Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband