Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Birtingin.

Nú birtist ég aftur, nýkomin frá Portúgal.  Húsgæslan hefur verið leyst út með gjöfum.  Kötturinn er við góða heilsu og mjög feginn að réttir þjónar hans séu komnir á sinn stað.  Hann spásséraði á öllu heimilsfólki í nótt og gætti þess að hann fengi hæfilega athygli eftir svo sviksamlega og slælega frammistöðu þess síðustu tvær vikur.  Grin  Hann reyndar sá sér ekki annað fært í stöðunni en að drekkja sorgum sínum í áti og borða mánaðarskammt af eðalkattafæði á þessum tveimur vikum sem þjónarnir voru í burtu og mun líklega rorra í spiki næstu vikur.

 Öfugt við hvað fólk hefur fullyrt finnst mér portúgalir lélegri í matargerð en spánverjar og er þá mikið sagt þar sem spánverjar eru frekar slakir í þeirri list.  Það er þó auðvelt að finna staðbundna sérstaka, þar með spennandi, matargerð fyrir það svæði sem maður er á á Spáni.  Í Portúgal er þetta óttalega útvatnað og þeir réttir sem áttu að vera sérstakir, einkennandi fyrir svæðið/landið voru frekar ómerkilegir.  Þeir virðast ekki vita hvað krydd er og allt þurrsteikt svo ekki er dropi af safa eftir í kjöti eða fiski.  Það virðist vera búið að drepa allt þjóðlegt þarna í alþjóðlegri útvötnun.  Að lokum stóð einn kínverskur og einn indverskur staður upp úr.  Crying

Í Portúgal var heitt allan tímann, hitinn þetta 30-36° á selsíuskvarðanum.  Loft frekar þurrt þarna, sem er miður þar sem ég kann betur við hita og raka.  Maður náði smá hita í kroppinn, en til þess var leikurinn gerður og er það eiginlega það jákvæðasta við þessa för.  Portúgal heillar mig ekki sérstaklega og á ég ekki von á að heimsækja það land aftur.  En fólkið, portúgalir, fannst mér vinsamlegt og þægilegt fólk.

Eins og alltaf eftir dvöl í heitum suðlægum löndum er ég ákaflega glöð að koma heim aftur og anda að mér brakandi fersku svölu íslensku lofti.  Það er alveg makalaust hvað það er þreytandi að anda að sér mollulegu heitu lofti alla daga, óttalegt moðloft.  Ég skil bara ekki hvernig íbúar á suðlægum breiddum fara að þessu svo árum skiptir.  Ég mun verða ánægð með brakandi svalt loftið á Íslandi sem og veðurfarið til klukkan 15:23 á morgun.  En þá mun ég að hætti allra sannra íslendinga fara að tuða um veðrið aftur.  LoL


Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 10812

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband