Leita í fréttum mbl.is

Matvendni.

Erfðaprinsinn elskulegur er með matvandari börnum sem ég hef fyrirhitt um ævina.  Hann slær undirritaðri (sem barni) við svo um munar.  Hann er alinn upp við nákvæmlega sömu reglur og systir hans, sem er alls ekki matvönd.  En vegna þess að ég man hvað mér fannst tiltekin fæða vond þegar ég var barn hef ég stundum fullan skilning á hvað honum finnst um tiltekinn mat.  En gikksháttur hans gengur samt út yfir allt.

Ég skil til dæmis alveg að hann vilji ekki fitu á kjöti og sitji löngum stundum við að skrapa hvert fitumólikúl frá kjötinu.  En það er hreinlega allt.  Hann borðar ekki sósur, sem mér finnst algert hneyksli komandi úr fjölskyldu sem gæti lifað á sósum.  Hann borðar ekki grænmeti, nema kartöflur og ferskar óeldaðar baunaspírur.  Hann borðar bara epli, appelsínur og banana úr ávaxtaríkinu og bara jarðarber og kirsuber úr berjaríkinu.  Hann getur alls ekki borðað banana ef það er komin smá arða af brúnum bletti á hýðið, skiptir þá engu þó bananinn sjálfur hafi ekki vott af misfellu. 

Þetta þýðir að oft erum við með fulla skápa af fínustu banönum sem eru á hraðbraut í ruslið.  Það gengur ekki, mér finnst hræðilegt að henda fullgóðum mat.  Svo hér hafa orðið til alls konar réttir með ávöxtum, sérstaklega banönum í.  Ofnbakaðir fiskréttir með eplum og banönum.  Við vitum ekki betri pizzur en með banana sem aukaálegg.  Muffins með banönum og fleiri ávöxtum og auðvitað bananabrauð.   Ég bakaði bananabrauð í gær.  Það er búið.  Alger unun að borða það heitt beint úr ofninum með vænni klípu af smjöri, sem bráðnar ofan í sneiðina.

Bananabrauð

3 dl hveiti
1½ dl sykur
1 tsk matarsódi
½ tsk salt
1 egg
3 bananar

Bananarnir eru stappaðir vel.  Öllum þurrefnum blandað saman í skál, egg og stappaðir bananar settir út í.  Hrært eins lítið og hægt er, bara nægilega til að blandist vel.  Deigið sett í smurt jólakökumót. 

Bakað við 180°C í 50 mínútur (blástursofn).

Hrikalega einfalt og gott, getur alveg gert venjulegan sunnudag að sérstökum sunnudegi.  Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég baka bananabrauð amk einu sinni í viku en nota Maldon salt, kardimommur og kanel til að fá sterkara bragð.  Get aldrei látið neitt í friði krossgata mín.  Takk fyrir pistil og þú verður að fara að skerpa á prinsinum, hann á einhverntímann eftir að eignast konu, hugsaðu um það

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.9.2007 kl. 18:02

2 Smámynd: krossgata

Ég er alltaf með smá-áróður við prinsinn.    Satt best að segja verður greyskinnið að smakka allt sem á borð er sett, en horfi framhjá fituplokki.    Þetta kemur, þetta kemur.  Matvendni fór af mér um 18 ára.

krossgata, 24.9.2007 kl. 18:32

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mínar dætur eru svona líka, matvendnin er þó ekki eins hjá báðum. Ég held að ég sé ekki nógu ákveðin við þær, er nefnilega ekki búin að gleyma þegar ég var neydd til að borða saltkjöt og hljóp svo beint á klósettið til að æla

Huld S. Ringsted, 25.9.2007 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 10811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband