Leita í fréttum mbl.is

Brókarsjóðurinn.

Það kviknaði hjá mér hugmynd um daginn þegar ég rakst á skrif um STEF-gjöld og útfærðist hún lítillega í umræðum við þau skrif.  Það væri nú kannski leið til að jafna launamun kvenna og karla að nota STEF-gjaldaaðferðina.  Nú er verið að leggja lagafrumvarp fyrir þing sem miðar að því að koma einhverju skikki á þetta mál.  En við vitum að litla sveitalega íhaldssama þjóðin á norðurhjara veraldar mun ekki samþykkja neinar breytingar í þessa átt og að það virka ekki almenn markaðslögmál á þessu landi.  Því tel ég að ráð sé að nota eitthvað sem virkar nú þegar.

Það svínvirkar hjá STEF að safna í feita sjóði með því að taka ákveðnar upphæðir af hverjum einasta geisladisk, myndbandsspólu og mp3-spilara sem seldur er.  Feitu sjóðirnir eru ætlaðir sem bætur fyrir meint brot á höfundarrétti sem hugsanlega er hægt að fremja með varningnum.  Það væri aldeilis hægt að nota þetta módel til að safna í sjóði og bæta konum launaskerðinguna sem þær verða fyrir vegna þess að þær eru konur.  Reyndar ekkert hugsanlegt þar, launamunurinn er staðreynd.

Það má setja fast gjald á allar nærbuxur með buxnaklauf, til dæmis 800 kr. og 300 kr. á allar nærbuxur merktar Spiderman, Batman, Superman eða aðrar teiknimyndahetjur.  2000 kr. skatt á alla skó af stærð 41 og stærra, (konur sem nota svona stóra skó fórna sér bara fyrir málstaðinn).  Þessi gjöld myndu svo renna í Brókarsjóðinn og úr honum yrði úthlutað til kvenna þegar þær eru farnar að vinna og fengi hver kona mismun launa milli sín og karlmanns í sama/sambærilegu starfi.  Með tíð og tíma má svo auka gjaldtökuna og setja gjöld á fleiri karlmiðaðar vörur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Æi - ég nota skó nr. 41, en er svosem vön fórnum fyrir góðan málstað! .. Eru ekki bara litlir strákar sem nota teiknimyndahetjunærbuxur og mömmurnar margar einstæðar .. hmmmm..... Styð Brókarsjóð að öðru leyti!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.11.2007 kl. 12:56

2 Smámynd: krossgata

Litlir strákar verða stórir menn - og stórar líkur á að verði með töluvert hærri laun en systur þeirra. 

krossgata, 9.11.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha brilljant.  Er game í þetta

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Mér finnst þetta snilldarhugmynd! Spurning um að senda þingmönnum bréf

Sunna Dóra Möller, 14.11.2007 kl. 08:43

5 Smámynd: Sigurjón

Gott grín hjá þér krossgata...

Sigurjón, 16.11.2007 kl. 04:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 10811

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband