Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Hæst bylur í tómri tunnu?

Núna áðan heyrði ég endursýningu á úrslitum Laugardagslaganna frá í gær.  (Nennti ómögulega að horfa).  Það er talað við eitthvað af fólki úr hópunum sem lenti í þremur efstu sætunum.  Þá tók ég eftir að Friðrik Ómar segir:  "Mig langar bara til að segja að stundum bylur hæst í tómri tunnu".

Skilur einhver hvað maðurinn átti við?  Ætli hann viti hvað máltækið þýðir?  Ég man ekki betur en að það þýði að mest fari fyrir heimskum, ómerkilegu, innihaldsrýru eða vitni um hroka eða mont.  Á Friðrik við að þau Regína séu heimsk, hrokafull eða montin, lagið sé innihaldsrýrt og ómerkilegt og þau unnu náttúrulega og þar með hæst, háværust?  Ég trúi ekki að hann hafi verið að segja þetta um sig og sína félaga ef hann veit hvað þetta þýðir.

Nú ef Friðrik veit hvað máltækið þýðir.  Var þetta þá meinlegt skot á Barða með tilvísun í bumburnar (tunnurnar) í laginu hans?   Jæja, hvort sem er þá gerir hann lítið úr þeim sem þetta á við.  Hann var ekki í miklu áliti hjá mér fyrir, en það minnkaði all verulega.  Nú leiðist mér enn meir að hann skuli fara sem fulltrúi Íslands í Eurovision-keppnina.


Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband