Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Lúkasinn ársgamall.

Það er við hæfi nú á ársafmæli Lúkassins að fólk missi sig í móðursýki yfir drápi á einhverju dýri.  Lúkas II er í uppsiglingu... eða orðinn.  Ég óska því öllum sem hafa misst sig yfir dauða ísbjarnarins til hamingju með afmælið og viðbrögð við hæfi á þessum tímamótum.  Devil

Persónulega þykir mér verst að grey dýrið hafi ekki náð, ært af hungri, að vaða til byggða inn á einhverja leikskólalóð og kjammsað á einhverju 5 ára barni.  Það er hvort sem er svo mikið til af þeim.  Hann hefði ekki haldist við lengi til fjalla, þar sem fjallaselirnir allir eru flognir til kaldari landa yfir sumarið.  Það er samt alveg hugsanlegt að einhver fjallagarpurinn hefði lagt leið sína í veg fyrir ísbjörninn og orðið honum (ísbirninum) til lífsviðurværis eitthvað lengur.  Svo að sjálfsögðu er það hræðilegt að hafa endað hugsanlega farsælar hörmungar dýrsins svona snögglega.

Annars er víst umdeilt hvort ísbirnir séu í svo mikilli útrýmingarhættu og hafa verið sögð "viðkvæm" tegund, sem fylgjast þarf með.  Það er stutt síðan þeir voru settir á listann sem er aðeins meira en viðkvæm tegund og það eiginlega vegna hugsanlegrar fækkunar dýra vegna hnattrænnar hlýnunar.  Í umfjöllun um skráningu ísbjarnarins á þennan lista er þó tekið fram að áður í sögunni hafi orðið hnattræn hlýnun og ekki orðið (augljóslega) tegundinni til útrýmingar og staðreyndin sé sú að allar bjarndýrategundir hafi sýnt sig hafa mikla aðlögunarhæfileika (þó ég fari ekki nákvæmlega í þá umfjöllun og dæmi).


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband