Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
7.7.2007 | 02:32
Ég man þá tíð...
Einu sinni var ég barn og gekk í skóla. Það er frekar langt síðan. Þá var "salur" á föstudagsmorgnum og allur skólinn þuldi Faðir vor... í kór. Ég var ekki alin upp á heimili trúfólks og kunni ekki "Faðir vorið" vel fyrr en um 9 ára aldur. Ég þuldi með þær setningar sem ég kunni og spáði svo sem ekkert sérstaklega í hvort maður ætti að kunna bænina eða ekki. Skipti mig engu. Kristinfræði var kennd fyrst í 10 ára bekk minnir mig. Mér fannst það voða skemmtilegar sögur, biblíusögurnar. Minnist þess ekki að þær hafi skaðað mig.
Þó foreldrar mínir væru trúlausir þá truflaði það þau ekki að kristinfræði væri kennd og ekki heldur að námsefnið væri ekki fjölmenningarlegt. Það var heldur ekki tíðarandinn. Þau sögðu mér heldur ekki að ég væri trúlaus af því þau væru trúlaus. Það var ekki trúboð í skólanum með þessari kennslu í kristinfræði. Foreldrar mínir boðuðu heldur ekki trúleysi heima. Trú var ekkert sérstaklega mikið rædd. Mér var sama um hana og hún var ekki það sem brann á þeim. Einn daginn fullyrti ég að ég tryði á Guð og annan að ég gerði það ekki. Þannig gekk þetta fyrir sig, engum til ama.
Þegar kom að fermingu var ég spurð hvort ég vildi fermast og þá fór nokkur trúarumræða fram á heimilinu. Ég var harðákveðin í því þá að ég væri ekki trúuð og tók upplýsta ákvörðun um að fermast samt. Algerlega viðskiptalegs eðlis. Þá var það bara þannig.
Þegar ég lít til baka, þá verð ég að segja að þetta var fínt, hefði ekki getað verið betra. Enginn hvorki trúaður né trúlaus sagði mér hvað ég ætti að vera. Ég hafði frelsi til að velja sjálf. Þegar ég skoða þessi læti í dag vegna trúarbragðafræðslu finnst mér foreldrar vera búnir að búa sér til vandamál. Það eru ekki börnin sem eru trúlaus og þeirra réttur að sleppa við þessarar-trúar- eða hinnar-trúarfræðslu. Það er bara ekki kominn sá tími í lífi þeirra að þau séu fær um að mynda sér almennilega skoðun á því fyrr en fer að nálgast unglingsárin. Það eru foreldrarnir sem eru trúlausir og boða það í nafni barnanna sinna.
Mín skoðun er sú að börn eigi að fá að leika og læra, í friði og hafa frelsi til að máta sig í skoðanirnar. Vera trúlaus einn daginn og trúuð hinn. Seinna taka þau örugg og sátt afstöðu í aðra hvora áttina. Það er þá þeirra val. Ætli það séu margir trúarhóparnir í heiminum sem veita þeim það frelsi? Nú eða trúleysingjahóparnir má eins spyrja? Ég held að þeir séu afar fáir, því miður. Ég þakka fyrir að hafa fengið það tækifæri.
Mannréttindadómstóll gagnrýnir kristinfræðikennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Af mbl.is
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða