Færsluflokkur: Menning og listir
7.9.2007 | 22:04
Hvað hefur orðið um laugardagskvöldin?!
Laugardagskvöld eru indæl kvöld. Sunnudagskrossgátan, kaffibolli (lesist: kaffibollar) og jafnvel líkjör. Það gerist bara ekki betra. Til þess þarf að fá sunnudagsmoggann, sem er dreift síðla laugardags. Hvaða merkingu má leggja í orðið síðla? Ég er með helgaráskrift að Mogganum og las um dreifingu Morgunblaðsins á vefnum. Þar stendur og hefur staðið í að minnsta kosti eitt og hálft ár:
"Við gerum okkar ýtrasta til þess að koma blaðinu til áskrifenda eigi síðar en klukkan sjö að morgni alla útgáfudaga nema sunnudaga, en sunnudagsblaðinu er dreift síðla laugardags.
"
Ég hef oft velt fyrir mér og reynt að fá upplýsingar um hvað síðla einhvers dags, í þessu tilfelli laugardags, þýði. Ég persónulega legg þann skilning í að þetta sé seinni hluta laugardags, þ.e. til kl. 19:00 eða svo. Þá er komið kvöld hjá mér. Spyrji maður áskriftardeild Mbl þá fást ekki svör og helst skipt um umræðuefni. En þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum kríjaði ég út það svar að það teldist allt til miðnættis.
Ég spyr bara.... Hvað varð um laugardagskvöldin?!!!!!! Nú er bara laugardagsnótt - til u.þ.b. 6 að morgni laugardags. Þá tekur við laugardagsmorgunn - svona fram að hádegi eða svo. Síðan má ætla að eftir það sé laugardagurinn sjálfur og hann getur bara ekki náð lengra en til kl. 19:00 með góðu móti. En áskriftardeildin er búin að lengja hann til 23:59.
Það eru engin laugardagskvöld lengur!! Ekki lýgur Mogginn. Ég vil fá laugardagskvöldin aftur!!! og sunnudagsmoggann samkvæmt mínu síðla.
11.8.2007 | 15:53
Útlenskir bragðlaukar
... eru eitthvað vanþróaðir. Fyrir það fyrsta að hafa ekki uppgötvað almennilegan lakkrís, sem eins og allir vita fæst bara á Íslandi. Hvergi annars staðar hef ég rekist á almennilega lakkrísframleiðslu. Og svo að vera ekki fyrir löngu búin að átta sig á þeirri eðalblöndu sem lakkrís og súkkulaði er.
Ég hef unnið og vinn með slatta af fólki af erlendu bergi brotnu (ber það ekki vott um fordóma að segja útlendingar? ) og fæstum þykir lakkrís góður, þeim finnst harðfiskur afar óspennandi og lykta illa og sama gildir um hangikjötið. Það er því morgunljóst að fólk af erlendu bergi brotið hefur ekki nokkurt vit á eðalfæðu, -snakki og -sælgæti.
Það er ekki seinna vænna en fara að kenna þeim gott að..... éta.
Íslenska nammi-útrásin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?