Færsluflokkur: Spil og leikir
7.9.2007 | 22:04
Hvað hefur orðið um laugardagskvöldin?!
Laugardagskvöld eru indæl kvöld. Sunnudagskrossgátan, kaffibolli (lesist: kaffibollar) og jafnvel líkjör. Það gerist bara ekki betra. Til þess þarf að fá sunnudagsmoggann, sem er dreift síðla laugardags. Hvaða merkingu má leggja í orðið síðla? Ég er með helgaráskrift að Mogganum og las um dreifingu Morgunblaðsins á vefnum. Þar stendur og hefur staðið í að minnsta kosti eitt og hálft ár:
"Við gerum okkar ýtrasta til þess að koma blaðinu til áskrifenda eigi síðar en klukkan sjö að morgni alla útgáfudaga nema sunnudaga, en sunnudagsblaðinu er dreift síðla laugardags.
"
Ég hef oft velt fyrir mér og reynt að fá upplýsingar um hvað síðla einhvers dags, í þessu tilfelli laugardags, þýði. Ég persónulega legg þann skilning í að þetta sé seinni hluta laugardags, þ.e. til kl. 19:00 eða svo. Þá er komið kvöld hjá mér. Spyrji maður áskriftardeild Mbl þá fást ekki svör og helst skipt um umræðuefni. En þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum kríjaði ég út það svar að það teldist allt til miðnættis.
Ég spyr bara.... Hvað varð um laugardagskvöldin?!!!!!! Nú er bara laugardagsnótt - til u.þ.b. 6 að morgni laugardags. Þá tekur við laugardagsmorgunn - svona fram að hádegi eða svo. Síðan má ætla að eftir það sé laugardagurinn sjálfur og hann getur bara ekki náð lengra en til kl. 19:00 með góðu móti. En áskriftardeildin er búin að lengja hann til 23:59.
Það eru engin laugardagskvöld lengur!! Ekki lýgur Mogginn. Ég vil fá laugardagskvöldin aftur!!! og sunnudagsmoggann samkvæmt mínu síðla.
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?