8.6.2007 | 13:46
Spár eða tilkynningar.
Las eftirfarandi stjörnuspá áðan:
Einhver blómstrar nálægt þér. Og þótt honum finnist óþægilegt að heyra það, eru athugasemdir þínar réttar. Bíddu þar til hann hefur róast.
Hverjir eru það eiginlega sem sitja og semja svona bull? Ef einhver blómstrar eins og sagt er, hélt ég að það væri eitthvað jákvætt. Af hverju ætti að vera óþægilegt að heyra það? Bíða þar til þessi einhver hefur róast - að blómstra er sem sagt einhver órói? Fyrir utan það að þessi fyrirmæli eru ekki spá í eðli sínu.
Spá dagsins: Veður mun verða gott sums staðar á jörðinni.
Ráðlegging spámannsins: Notaðu tækifærið og skrepptu þangað.
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 10981
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Athugasemdir
Líf þitt mun taka breytingum.
Sigurjón, 17.6.2007 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.