26.6.2007 | 22:33
Að gautast.
Ætli það komi fyrir í lífi allra barna að búa sér til orð yfir hluti og/eða athafnir? Ég man ekki eftir að börn vina minna eða ættingja hafi gert það. Bæði mín börn gerðu það þó. Dóttir mín notaði um tíma orðið "geitubattar" yfir badmintonspaða og talaði um að "geita" þegar við vorum að spila badminton. Þá var hún 2-3 ára. Hún fullyrti líka að vínber væru "hilbír".
Sonur minn sem er töluvert yngri talaði um að "gemma" um það að bursta tennurnar. Svo uxu þau úr grasi og heimatilbúnu orðin hurfu þegar þau fóru að ná vel upp fyrir grastoppana. Nú er barnabarnið orðið þriggja ára og viti menn hann býr til orð þegar honum finnst hann vanta eitthvað í orðaforðann.
Í dag vorum við að leika að "tindátum" (þeir eru úr plasti í dag). Þetta voru riddarar, á hestum, með sverð og lensur og voru skýr fyrirmæli frá guttanum að nú skyldi barist, sem í hans munni var að "gautast". Amma reyndi að finna út hvað "gautast" þýddi og stakk upp á að þeir væru kannski að skylmast? "Nei, gautast". -"Eða berjast"? - "Nei, við erum að gautast". Ömmustrákur brosir fallega til ömmu.
-Nú jæja, eru þeir kannski að skjótast eitthvað? Í því greiddi hann riddaranum hennar ömmu svakalegt högg, svo hann datt af baki og niður á gólf og svaraði því að bragði: "Já, hann skjótist nið'rá gólf". Amma mátti bjarga riddaranum sínum frá bráðri glötun á gólfinu og halda áfram að gautast, takk fyrir.
Gautast þýðir að berjast með riddurunum fínu og ekkert meira með það. Það er samt greinilega ekkert annað orð sem nær nákvæmlega þessari merkingu, ekki berjast, skylmast, skjótast. Þetta er bara algerlega sjálfstætt fínt orð.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 1.7.2007 kl. 00:04 | Facebook
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 10981
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Athugasemdir
Ég hélt að gautast þýddi að láta gothlega.
Þarfagreinir, 27.6.2007 kl. 22:08
krossgata, 27.6.2007 kl. 23:49
Þegar ég var lítil hét gumsið inní tómötum "bíbí", reklarnir á víðinum hétu "kríuungar" (eins og hefur komið fram á öðrum vettvangi - og það í bundnu máli), og franskur rennilás hét "kím", og þ.a.l. var sögnin "að kíma".
Í ættinni eru fá dæmi um svona "orginal" orðasköpun, en frænka mín- sem í dag er komin vel yfir fimmtugt - talaði alltaf um "naflastreng" í staðinn fyrir "magaverk", og bróðurdóttir mín drakk "emínahala" í stað appelsínusafa. Hún var líka heilluð af "berg" inni á baði, en það var lítill draugalímmiði sem lýsti í myrkri.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.6.2007 kl. 12:58
Merkilegt nokk, þá bjó ég ekki til svona orð. Ég ólst reyndar upp við mjög vandaða og margorða íslenzku.
Sigurjón, 1.7.2007 kl. 05:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.