Leita í fréttum mbl.is

Hvarfið.

Nú ætla ég að taka mér pínulítið frí frá blogginu.  Ekki að ég hafi verið svo afkastamikill bloggari hvort sem er.  Það stóð aldrei til að blaðra frá sér allt vit á netinu hvort sem er.  Stöku sinnum rakst maður inn á blogg og varð að tjá sig eitthvað um það sem ritað var... en það var ekki hægt nema vera skráður bloggari, þ.e.a.s. hjá sumum bloggurum.  Það var upphaflega ástæðan fyrir að ég ákvað að gerast meðlimur í bloggi mbl.is.  En núna sem sagt er komið að smá hléi.  Ég er að fara til Portúgal á morgun og ætla að dvelja þar í tvær vikur.  Á ekki von á að eyða tímanum þar mikið á netkaffihúsum til að blogga.  Ég á örugglega eftir að sakna þess að geta ekki legið yfir nokkrum uppáhalds bloggurnum mínum:  jenfo, jonaa, gurrihar og tharfagreini svo ég nefni nokkra.  Ég á þó von á að ég nái að líta á eina og eina færslu.

En fyrst ég er að skrifa bloggfærslu á annað borð þá er gaman að nefna hluti sem allir nefna einhvern tíma á blogginu.  Til dæmis að blogga ekki undir eigin nafni.  Nú get ég til dæmis nánast áhyggjulaus nefnt að ég er að fara til útlanda þar sem þeir sem helst stunda að ræna íbúðir fólks sem er í fríi þurfa að hafa töluvert fyrir því að finna út hver ég er.  (Mér dettur ekki eitt augnablik í hug að sá hluti þjóðfélagsins sé algerlega andvaralaus um internetið).  Auðvitað er það ekki ómögulegt, en eins og ég sagði fyrirhöfn.  Það er nú reyndar ekki fyrirhafnarinnar virði, fyrir það fyrsta vegna þess að ég fékk mér húsgæslu upp á útlenska vísu og mun fólk búa í íbúðinni meðan ég er í burtu og gæta kisa og halda honum selskap.  Enda vita allir kettir með köttum að heimurinn er bara til fyrir þá og sólin snýst um þá svo það liggur í hlutarins eðli að þeir fái þjónustu á meðan þetta venjulega þjónustufólk bregður sér frá.

Svo er það hitt sem allir nefna einhvern tíma, nei bara sumir reyndar, en það er hundurinn Lúkas sem hvarf og var myrtur og haldnar kertavökur til minningar um.  Hann reis upp frá dauðum.  Slík kraftaverk gerast nú ekki á hverjum degi.  Ég var búin að óska þess hér í eldra bloggi að hann myndi finnast heill á húfi og hvað gerist, hann finnst heill á húfi fyrir utan smá styggð!!!  Eru þetta ekki merki um að ég eigi að óskblogga meira?!!!!!!!  Hvað um það, mér finnst að eigandi hundsins eigi að biðja, strákgreyið sem var ofsóttur, afsökunar og það opinberlega.  Fólk getur fullyrt eins og það vill að það hafi ekki verið henni að kenna og hún ekki upphafsmaður, það er kannski alveg rétt.  En hún tók þátt í því, mjög pent, en afar opinberlega.

Sjáumst eftir tvær vikur eða svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kem til með að sakna þín á meðan.  Be so sure.  Annars er þetta góður punktur hjá þér með nafnleysið.  Allavega í þessu tilliti.  Hafðu brjálæðislega gaman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: krossgata

Æ, en krúttlegt Jenný, mér hlýnar um hjartaræturnar. (Strýkur laumulega "rykkorn úr hægri augnkrók).  Ég ætla að hafa það brjálæðislega gaman. 

krossgata, 16.7.2007 kl. 21:21

3 Smámynd: Sigurjón

Gæðaferð til lands Púrtmanna.  Nú virðizt sem svo að veðrið hér á Fróni sé eitthvað að snúast til hins verra og er það rétti tíminn til að skreppa til sólarlanda.

Sigurjón, 18.7.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband