Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
26.4.2007 | 11:29
Boðun eða besta þýðingin
Óttalegt bull er þetta.
"skemmtilegt verkefni í fermingarfræðslunni, þ.e. að fermingarbörnin væru látin skrifa þekkta biblíutexta á SMS og senda þá til félagsins sem mundi velja þá bestu úr"
Þekktir textar úr biblíunni eru væntanlega þekktir og hægt að meta strax hver er bestur. Hvað á að ráða hvað er besti textinn í þessu tilfelli? Hverra manna barnið er? Eða vilja þýðendur fá viðurkenningu hver á bestu línuna og eru þær þá merktar hver snaraði hvaða línu. Er kannski búið að raða versum nýju þýðingarinnar í röð eftir "gæðum" og þeir sem senda inn réttu versin fá klapp?
Biblíuvers á SMS máli? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 17:01
Ósköp rökrétt.
Samkynhneigðir geta gifst, löglega. Bara ekki fengið vígslu í kirkjum. Það er eðlilegt þar sem það er andstætt kenningum trúarsamfélagsins að viðurkenna sam-vígt-band (hvað sem ætti að kalla það því merking orðsins hjón er karl og kona) þeirra.
Þegar ég giftist um árið hjá borgardómara, var ég bara alsæl með það og hef ekki séð mig knúna til að endurtaka athöfnina í kirkju - með presti. Samkynhneigðir hafa sama rétt og ég. Séu þeir trúaðir þá vita þeir að það er andstætt Guði að blessa samband þeirra og bera það ekki á borð fyrir hann. Séu þeir ekki trúaðir þá sé ég ekki ástæðu til að vígjast í kirkju.
Af hverju ættum við og samkynhneigðir að neyða kirkjuna til ganga gegn þessum kenningum. Þetta er svipað og ef fluguhnýtingarfélagið er neytt til þess að stunda útsaum bara af því saumaáhugafólkið vill komast á árshátíðir fluguhnýtingafélagsins.
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?