Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 10:25
Sófaborð hvað?
"Tölvan mun vera svipuð og sófaborð að lögun" Athyglisvert. Er bara ein lögun á sófaborðum og ein stærð? Kannski er ritari greinarinnar að vísa til eigin sófaborðs og hefði verið gaman að hann/hún hefði þá hent mynd af borðinu með.
Microsoft kynnir nýja tegund tölva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2007 | 11:19
D-sóðar eða R-sóðar
Ég man hvað óað var og æjað yfir ruslinu í borginni fyrir borgar- og sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. R-listanum kennt um ruslið í borginni og annað yrði nú uppi á tengingnum þegar og ef D tæki við. Allt hugsandi fólk vissi auðvitað að það myndi engu breyta hver yrði við stjórnvölinn og allt hugsandi fólk veit að það hefur ekkert með það að gera hver stjórnar hvort það er mikið rusl í borginni. Þetta er okkur sjálfum að kenna, hinum almenna borgara. Íslendingar eru sóðar og það er greinilega ofverkið þeirra að taka ruslið með sér og henda í næstu ruslafötu, þó hún sé 5 metrum frá því. Þannig horfir maður á fólk henda frá sér rusli, nálægt ruslafötum og það þó það eigi leið hjá þeim. Þegar upp er staðið þá verður að breyta viðhorfi fólks almennt og hver og einn að taka sína ábyrgð í þessum málum.
Það vakti annars athygli mína að talað er um að "iðulega komi mikið af rusli undan snjónum". Ég spyr hvaða snjó. Það hefur ekki verið neitt sérlega snjóþungt undanfarin ár og fólk er ekkert sérstaklega sóðalegt þegar snjóar. Það er bara minna hreinsað yfir veturinn og þess vegna safnast meira fyrir þann tíma og verður áberandi að vori.
Síðasta sumar virtist minna hreinsað í mínu hverfi en áður. Unglingar í unglingavinnunni sem væntanlega vinna stóran hluta af hreinsunarstarfinu sáust varla í hverfinu. Svo ég spyr er sett minna fé í hreinsun og unglingavinnuna eftir að D tók við völdum? Ég fyrir mitt leyti vildi frekar sjá aðeins fleiri unglinga fá smá sumarvinnu og hreinsað yrði aðeins betur til í borginni en að meira glimmer sæist á Hinsegin dögum eða í Gay pride göngu. Styrkur fyrir slík gæluverkefni finnst mér geti komið frá einkaaðilum og borgin sjái frekar um sameignina.
Vaxandi sóðaskapur í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2007 | 14:14
Skjóta af byssum til að mótmæla byssueign...
Hvar fengu Grænfriðungar hræin, veiddu þeir ekki bara dýrin sjálfir? Það er eitthvað verulega öfugsnúið við að nota dauð dýr til að mótmæla veiðum á sömu dýrum.
Merkilegt líka að Grænfriðungarnir, sem láta sér mest annt um það sem ekki er grænt (voða lítið grænt í sjónum nema kannski þörungar), horfa lítið til eins mesta hvaladrápara heimsins, Bandaríkjanna. Þar er höfrungadráp stundað í stórum stíl.
Hvalahræ við Brandenborgarhliðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 12:37
Xhvad er að baki?
Fólk hefur haft gaman af því undanfarið að nota xhvad.bifrost.is til að kanna hvar skoðanir þess liggja. Ég hafði meira gaman af því að kanna hvað lá að baki spuringunum til að aðgreina fylgi við flokkana.
Valmöguleikinn "Engin skoðun" gefur 0 stig á alla flokkana, algjörlega rökrænt. Valmöguleikar við einni spurningu geta gefið mínus stig, en þá bara á Vinstri græna. Og svo merkilegt sem það nú er þá gefa valmöguleikarnir, "Ósammála" og "Mjög ósammála", við eina spurninguna, 0 stig á alla flokka. Svo ef fólk er á móti því að gefa vínverslun frjálsa (en það er samt skoðun) og telur sig vera að raða stigum á fylgi við einhvern flokk með því að gefa það upp sem svar... þá nei, svo er ekki, það getur allt eins haft enga skoðun á því.
En ég setti þetta upp í töflu að gamni.
Stóriðja er íslensku samfélagi til framdráttar | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 12,5 | 6,25 | ||
framsóknarfl. | 20 | 10 | ||
vinstri grænir | 6,25 | 12,5 | ||
íslandshreyfingin | 10 | 20 | ||
Ísland á að hefja aðildarviðræður við Evrópusamb. | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 12,5 | |||
samfylking | 25 | 12,5 | ||
vinstri grænir | 6,25 | 12,5 | ||
Áframhaldandi samstarf við NATO er grundvöllur... | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 12,5 | 6,25 | ||
framsóknarfl. | 20 | 10 | ||
samfylking | 25 | 12,5 | ||
vinstri grænir | 6,25 | 12,5 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
íslandshreyfingin | 20 | 10 | ||
Áframhaldandi einkavæðing ríkisfyrirtækja er ... | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 12,5 | 6,25 | ||
vinstri grænir | 6,25 | 12,5 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
Grunnnám í ríkisreknum háskólum á að vera gja.. | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 6,25 | 12,5 | ||
framsóknarfl. | 20 | 10 | ||
samfylking | 25 | 12,5 | ||
vinstri grænir | 12,5 | 6,25 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
íslandshreyfingin | 20 | 10 | ||
Taka þarf upp annað fiskveiðistjórnarkerfi á Íslandi | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 6,25 | 12,5 | ||
vinstri grænir | 12,5 | 6,25 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
Einkavæðing er æskileg í heilbrigðisgeiranum | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 12,5 | 6,25 | ||
samfylking | 25 | 12,5 | ||
vinstri grænir | 6,25 | 12,5 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
íslandshreyfingin | 20 | 10 | ||
Aðskilnaður ríkis og kirkju yrði íslensku samféla... | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
framsóknarfl. | 10 | 20 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
Gefa á verslun með léttvín og bjór frjálsa | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
sjálfstæðisfl. | 12,5 | 6,25 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
Afnema á innflutningshöft á landbúnaðarvörum | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
framsóknarfl. | 10 | 20 | ||
vinstri grænir | 6,25 | 12,5 | ||
frjálslyndi fl. | 10 | 5 | ||
íslandshreyfingin | 20 | 10 | ||
Takmarka á verulega innflutning verkafólks til Ísl... | mjög sam | samm | ósamm | mjög ósam |
frjálslyndi fl. | 12 | 6 | -6 | -12 |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 14:06
Þekkir þú flokkinn?
Þar sem fjölmiðlar virðast ekki hafa áhuga á að miðla neinu nema niðurstöðum "misviturra" skoðanakannana þá neyðist ég til að skoða vefi flokkanna til að sjá hverjar áherslur þeirra eru fyrir kosningar. Niðurstaðan er að allir segja nánast það sama með mismunandi orðalagi. Hér fyrir neðan er það sem flokkarnir stefna á í menntamálum, svona til gamans. Þar er reyndar bara einn flokkur sem ætlar að gera eitthvað, hinir segja bara hvað væri æskilegt og fallegt. Það verður að geta þess að það hafa ekki allir flokkarnir menntamál á lista yfir áherslumál fyrir þessar kosningar svo neðangreindur listi er ýmist tekinn úr stefnuyfirlýsingum flokkanna eða áherslumálalista.
Þekkir þú hvaða flokkur er hvað?
x | y | z |
Jafn aðgangur að menntun er eitt öflugasta tækið til að jafna kjör og vinna gegn mismunun og stéttaskiptingu. Leggjum áherslu á að frumkvæði einstaklinganna blómstri í skólum landsins og að fjölbreytni og jöfnuður haldist í hendur í öflugu opinberu skólakerfi. Lækkum strax bókakostnað framhaldsskólanema og gerum átak í að bæta aðstöðu og aðgengi nemenda með sérþarfir að menntun á öllum skólastigum. Afnemum samræmd próf í núverandi mynd og eflum fjölbreytni í skólastarfi. | ** ætlar að ráðast í menntasókn og stuðla að öndvegis menntun á öllum skólastigum. Menntun er forsenda áframhaldandi velferðar og samkeppnishæfni íslensku þjóðarinnar. Hún er jafnframt lykillinn að tækifærum og innihaldsríku lífi hvers einstaklings. Stuðla að því að öllum standi til boða gjaldfrjáls menntun frá og með leikskóla til og með háskóla. Tryggja að skólagjöld verði ekki tekin upp í almennu grunn- og framhaldsnámi við opinbera háskóla. Leggja niður samræmd próf í núverandi mynd. Auka faglegt sjálfstæði skóla, draga úr miðstýringu og auka valfrelsi nemenda. Bjóða upp á ókeypis námsbækur í framhaldsskólum og fella niður innritunar og efnisgjöld. Breyta 30% námslána í styrk að loknu námi, afnema ábyrgðarmannakerfi og greiða námslán út mánaðarlega í því skyni að lækka vaxtakostnað námsmanna. Jafnframt þarf tryggja námsmönnum sem stunda hlutanám rétt til þess að fá námslán. | leggur áherslu á að líta beri á fræðslu og menntun sérhvers einstaklings sem ævilanga vegferð þroska og framfara og mikilvægt er að hver finni sér sinn hraða. hvetur til áframhaldandi þróunar sem stuðlar að aukinni fjölbreytni, samkeppni og faglegum metnaði. Skólastjórnendur eiga að geta valið um kennara með ólíka menntun og bakgrunn allt eftir áherslum. fagnar auknu valfrelsi foreldra sem orðið hefur á síðustu árum og áréttar að taka eigi upp þá grundvallarreglu að opinbert fé fylgi barni óháð vali á skóla. Auka má enn frekar fjölbreytni og ólíka kennsluhætti með því að styðja við mismunandi rekstrarform skóla. hvetur til að sérstök áhersla verði lögð á að efla leikskólastigið í samvinnu við foreldra og kennara, stofnanir og atvinnulífið. Í samræmi við þá grundvallarreglu að fé fylgi barni áréttar landsfundur að engu skipti hvort sá styrkur fari til opinberra aðila, einkaaðila eða til heimilisins sjálfs. leggur áherslu á að sjálfstæði framhaldsskóla verði tryggt til að þeim gefist kostur á að bjóða upp á fjölbreyttari námsleiðir og sveigjanlegan námstíma til stúdentsprófs. fagnar auknu framboði á háskólanámi, fjölgun háskólanema og samkeppni milli háskóla. telur farsælast fyrir háskólastigið að allir háskólar í landinu heyri undir ráðuneyti menntamála. ætlar að efla enn frekar tækifæri til símenntunar. Einnig þarf að fjölga þeim svo allir landsmenn njóti námstækifæra í heimabyggð. vill auka vægi listnáms á öllum skólastigum og efla tónmenntakennslu í grunnskólum. |
q | c | w |
Menntakerfið á að veita öllum íslendingum sömu möguleika til að afla sér þroskandi menntunar og tryggja framsæknu atvinnulífi aðgang að vel menntuðu vinnuafli. Menntakerfið á Íslandi er nú þegar í fremstu röð. Jafnrétti til náms er grunnstef í stefnu | Eitt helsta verkefni stjórnvalda er að efla og treysta skólastarf á öllum stigum, tryggja menntun þjóðarinnar og búa í haginn fyrir öflugt vísinda- og rannsóknastarf. Þörf er á fjölbreytilegum námsleiðum fyrir nemendur með ólíka hæfileika til að öðlast verkmenntun og bókþekkingu. Efla skal verknám, listnám, skapandi hugsun, siðræna hugsun og umhverfis- og lýðræðisvitund nemenda strax á unga aldri. Minnka skal miðstýringu og gera skólum kleift að verða sjálfstæðari bæði hvað varðar námsstefnu og fjármál. Sjálfstæðir skólar skulu njóta jafnræðis við opinbera skóla. Fjármagn fylgi hverjum nemanda frá lögheimilissveitarfélagi samkvæmt grunnskólalögum. Sjálfstæðir skólar á grunnskólastigi skulu ekki innheimta skólagjöld af nemendum sínum. Mennt er máttur fyrir innflytjendur Kunnátta í íslensku og helstu þáttum samfélagsins er mikilvæg fyrir nýja þjóðfélagsþegna til að aðlagast og verða virkir þátttakendur á öllu sviðum íslensks samfélags. Efla þarf þennan þátt á öllum skólastigum og bjóða innflytjendum að kostnaðarlausu. Íslensk menning og náttúra Efla ber rannsóknir á íslenskri menningu og náttúru. Einnig skal að því stefnt að nýta sérstöðu landsins við þekkingarsköpun og miðla henni til verr settra þjóða, eins og t.d. í sjávarútvegsmálum, orkumálum og jafnréttismálum. | óhindraður aðgangur allra að menntun án tillits til efnahags og búsetu. Hátt menntastig er besta fjárfesting íslensku þjóðarinnar til framtíðar og eflir framgang frelsis, upplýstrar umræðu, fordómaleysis og lýðræðis. Menntun og rannsóknir eiga að njóta forgangs í íslensku þjóðfélagi. Íslendingar efli rannsóknar- og þróunarstarf og verði í fremstu röð í notkun tækni. Þjóðin taki virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi í þágu menntunar og nýti sér m.a. þá styrkjamöguleikar sem bjóðast með samningnum um EES til þess. Lögð verði áhersla að bæta aðgang að framhaldsnámi og símenntun með aukinni áherslu á fjarnám. Lögð verði áhersla á gott að gengi allra að símenntun og fjarnámi. Kanna hvort æskilegt sé að breyta semsetningu náms á öllum skólastigum og námsferli verið endurskoðað frá leikskóla til háskóla með áherslu á samfellu í námi. Gæðakröfur til skóla á öllum skólastigum lúti viðurkenndum viðmiðunum og innra starf skóla lúti innra og ytra mati eftirlitsaðila. Fyrirtæki verði hvött til fjárframlaga til skóla með því að gera framlögin frádrættarbær. Efla tengsl atvinnulífs og skóla. |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?