Leita í fréttum mbl.is

Útlenskir bragðlaukar

... eru eitthvað vanþróaðir.  Fyrir það fyrsta að hafa ekki uppgötvað almennilegan lakkrís, sem eins og allir vita fæst bara á Íslandi.  Hvergi annars staðar hef ég rekist á almennilega lakkrísframleiðslu.  Og svo að vera ekki fyrir löngu búin að átta sig á þeirri eðalblöndu sem lakkrís og súkkulaði er. 

Ég hef unnið og vinn með slatta af fólki af erlendu bergi brotnu (ber það ekki vott um fordóma að segja útlendingar? Wink ) og fæstum þykir lakkrís góður, þeim finnst harðfiskur afar óspennandi og lykta illa og sama gildir um hangikjötið.  Það er því morgunljóst að fólk af erlendu bergi brotið hefur ekki nokkurt vit á eðalfæðu, -snakki og -sælgæti.

Það er ekki seinna vænna en fara að kenna þeim gott að..... éta.  Grin


mbl.is Íslenska nammi-útrásin hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Komin tími til. Lakkrís fæst t.d. ekki í Bretlandi og vor þeir Breta sem fengu að smakka hjá mér alveg sjúkir í hann. Eins hef ég hvergi fundi ost eins og Piparostinn landsfræga. 

Halla Rut , 11.8.2007 kl. 16:45

2 Smámynd: Billi bilaði

En af hverju fást ekki lengur lakkrísrör?

Billi bilaði, 11.8.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Halla Rut

Það er til víða í þessum gömlu hverfis sjoppum. En nú er hvert þeirra pakkað inn svo það bragðast ekki eins.

Halla Rut , 11.8.2007 kl. 22:36

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Víst er til lakkrís í Bretlandi Halla Rut, nananabúbú, All shorts lakkrískonfektið til að nefna eins og eitt dæmi og rauður lakkrís.  Auðvitað er enginn lakkrís eins góður og sá íslenski.

Annars held ég að frönsku duggaragenin og bláa konungsblóðið frá Danmöku séu farin að gera sig gildandi.  Nú síðustu ár finnst mér harðfiskur algjör viðbjóður en elskaði hann til margra ára.

Það sem ég saknaði mest af íslensku nammi þegar ég bjó erlendis var LINDUBUFF, OMG svo gott þegar ekki er hægt að ná sér í eitt.

Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2007 kl. 16:45

5 Smámynd: krossgata

Í All sorts finnst mér bláu og bleiku bitarnir bestir, svona eins og litlar kúlur að utan og hálfglært hlaup inn í með lakkrískeim.

krossgata, 13.8.2007 kl. 23:01

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Viljiði hætta þessu. Það er verið að freista manns hérna. Þegar ég borða lakkrís (sem ég elska) þá gerast hlutir sem Jenný má ekki heyra minnst á. maginn gerir uppreisn og.... þið vitið hvað ég á við.

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 23:27

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir bónorðið Krossgata

Jóna Á. Gísladóttir, 13.8.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: krossgata

Ekkert að þakka Jóna mín, takk fyrir að játast   Þetta var reyndar reynt fyrir þó nokkru síðan en það virkaði aldrei og ég hélt bara að Moggabloggsguðirnir hefðu ákveðið að ég væri komin með minn skammt af bloggvinum.  Þar til nú að í einhverju bjartsýniskasti ég ákvað að prófa aftur og hef greinilega hitt á einhverja glufu þegar þeir voru ekki að fylgjast með og náði að koma bónorðinu í gegn!!! *Stekkur-hæð-sína-í-fullum-herklæðum-kall*

krossgata, 14.8.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband