Leita í fréttum mbl.is

Að bíða.

Þegar ég var lítil, svona sex ára eða svo fannst mér skriftin sem mamma skrifaði vera algert undur.  Ég var löngu orðin læs, en ég gat ekki lesið skriftina hennar.  Hún kallaði það skrifstafi.  Mér fannst þetta mikill leyndardómur og gat varla beðið eftir að verða fullorðin því þá myndi ég geta skrifað og lesið skrifstafi og talað útlensku.  Ég taldi að skrifstafir gætu jafnvel verið útlenska.

Ég sat oft löngum stundum og skrifaði frumsamda skrifstafi og var alveg sannfærð um að þegar ég yrði fullorðin myndi ég geta lesið alla spekina sem væri falin í skrifstöfunum mínum.  Mig minnir að við höfum farið að læra lykkjuskrift (þá var ekki kennd ítölsk stafagerð) um 10 ára.  Ég komst að því að ég hafði ekki skrifað neina speki þegar ég var sex ára og skrifstafir voru ekki útlenska.

Oft hef ég þurft að bíða um ævina og þá hef ég gjarnan bullað eitthvað á blað.  Núna er ég að bíða.  Ekki eftir að verða fullorðin, er ekki viss um að ég verði fullkomlega fullorðin nokkurn tíma.  Ekki eftir að skilja skrifstafi og útlensku, það er löngu komið.  Ég er að bíða eftir að verða amma aftur.  Nú er settur dagur liðinn og ekkert að gerast hjá dóttlunni.

Ég er búin að stinga upp á öllum ráðum sem mér dettur í hug: 

  • Rótsterkt kaffi  (hef aldrei haft trú á því, drakk rótsterkt kaffi í 9 mánuði með mín börn, þau komu samt eftir heila 9 mánuði)
  • Gönguferð (trúi því ekki, maður gengur alla meðgönguna)
  • Hláturskast (og reyni að finna alfyndnustu brandara sem til eru)
  • Stórhreingerningar
  • Slökun

Allt hefur reynst gagnslaust.  Nú hefst biðin fyrir alvöru.  Það gæti þýtt að maður færi jafnvel að yrkja.  Kannski einhver lumi á óbrigðulu ráði, sem er ekki heilsuspillandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hef ekkert óbrigðult ráð nema kannski að taka alla fimm liðina sem þú tekur til, í einu.  Þá ætti eitthvað að gerast

Vonandi verður biðin ekki löng.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.8.2007 kl. 01:46

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kynlíf kemur öllu af stað  

Huld S. Ringsted, 30.8.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Nýttu tækifærið og láttu dóttluna gera stórhreingerningu hjá þér, slær tvær flugur í einu höggi ... Ég var sett 10. apríl. Að kvöldi 11. var ég orðin pirruð á biðinni, enda gekk ég með Hrút, og hljóp upp og niður stigann heima nokkrum sinnum. Fékk fyrstu verki næsta morgun og erfðaprinsinn fæddist rétt eftir hádegi. Virkaði snilldarvel á mig. Mikið samgleðst ég þér með að verða amma. Vona að ég upplifi það einhvern daginn. 

Guðríður Haraldsdóttir, 1.9.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: krossgata

Kríla litla lætur ekkert á sér kræla.  Ég var að ræða við hana áðan og tilkynna henni, afar ákveðið, að hennar væri vænst, núna.  Sjáum hvað gerist næsta sólarhringinn.

krossgata, 1.9.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 10825

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband