Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
8.11.2007 | 12:57
Brókarsjóðurinn.
Það kviknaði hjá mér hugmynd um daginn þegar ég rakst á skrif um STEF-gjöld og útfærðist hún lítillega í umræðum við þau skrif. Það væri nú kannski leið til að jafna launamun kvenna og karla að nota STEF-gjaldaaðferðina. Nú er verið að leggja lagafrumvarp fyrir þing sem miðar að því að koma einhverju skikki á þetta mál. En við vitum að litla sveitalega íhaldssama þjóðin á norðurhjara veraldar mun ekki samþykkja neinar breytingar í þessa átt og að það virka ekki almenn markaðslögmál á þessu landi. Því tel ég að ráð sé að nota eitthvað sem virkar nú þegar.
Það svínvirkar hjá STEF að safna í feita sjóði með því að taka ákveðnar upphæðir af hverjum einasta geisladisk, myndbandsspólu og mp3-spilara sem seldur er. Feitu sjóðirnir eru ætlaðir sem bætur fyrir meint brot á höfundarrétti sem hugsanlega er hægt að fremja með varningnum. Það væri aldeilis hægt að nota þetta módel til að safna í sjóði og bæta konum launaskerðinguna sem þær verða fyrir vegna þess að þær eru konur. Reyndar ekkert hugsanlegt þar, launamunurinn er staðreynd.
Það má setja fast gjald á allar nærbuxur með buxnaklauf, til dæmis 800 kr. og 300 kr. á allar nærbuxur merktar Spiderman, Batman, Superman eða aðrar teiknimyndahetjur. 2000 kr. skatt á alla skó af stærð 41 og stærra, (konur sem nota svona stóra skó fórna sér bara fyrir málstaðinn). Þessi gjöld myndu svo renna í Brókarsjóðinn og úr honum yrði úthlutað til kvenna þegar þær eru farnar að vinna og fengi hver kona mismun launa milli sín og karlmanns í sama/sambærilegu starfi. Með tíð og tíma má svo auka gjaldtökuna og setja gjöld á fleiri karlmiðaðar vörur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?