Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

Hvað hefur orðið um laugardagskvöldin?!

Laugardagskvöld eru indæl kvöld.  Sunnudagskrossgátan, kaffibolli (lesist: kaffibollar) og jafnvel líkjör.  Það gerist bara ekki betra.  Til þess þarf að fá sunnudagsmoggann, sem er dreift síðla laugardags.  Hvaða merkingu má leggja í orðið síðla?  Ég er með helgaráskrift að Mogganum og las um dreifingu Morgunblaðsins á vefnum.  Þar stendur og hefur staðið í að minnsta kosti eitt og hálft ár:

 "Við gerum okkar ýtrasta til þess að koma blaðinu til áskrifenda eigi síðar en klukkan sjö að morgni alla útgáfudaga nema sunnudaga, en sunnudagsblaðinu er dreift síðla laugardags.
"

Ég hef oft velt fyrir mér og reynt að fá upplýsingar um hvað síðla einhvers dags, í þessu tilfelli laugardags, þýði.  Ég persónulega legg þann skilning í að þetta sé seinni hluta laugardags, þ.e. til kl. 19:00 eða svo.  Þá er komið kvöld hjá mér.  Spyrji maður áskriftardeild Mbl þá fást ekki svör og helst skipt um umræðuefni.  En þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum kríjaði ég út það svar að það teldist allt til miðnættis.  W00t

Ég spyr bara.... Hvað varð um laugardagskvöldin?!!!!!! Nú er bara laugardagsnótt - til u.þ.b. 6 að morgni laugardags.  Þá tekur við laugardagsmorgunn - svona fram að hádegi eða svo.  Síðan má ætla að eftir það sé laugardagurinn sjálfur og hann getur bara ekki náð lengra en til kl. 19:00 með góðu móti.  En áskriftardeildin er búin að lengja hann til 23:59.

Það eru engin laugardagskvöld lengur!!  Ekki lýgur Mogginn.  Woundering  Ég vil fá laugardagskvöldin aftur!!!  Crying og sunnudagsmoggann samkvæmt mínu síðla.


Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband