Leita í fréttum mbl.is

Hvað hefur orðið um laugardagskvöldin?!

Laugardagskvöld eru indæl kvöld.  Sunnudagskrossgátan, kaffibolli (lesist: kaffibollar) og jafnvel líkjör.  Það gerist bara ekki betra.  Til þess þarf að fá sunnudagsmoggann, sem er dreift síðla laugardags.  Hvaða merkingu má leggja í orðið síðla?  Ég er með helgaráskrift að Mogganum og las um dreifingu Morgunblaðsins á vefnum.  Þar stendur og hefur staðið í að minnsta kosti eitt og hálft ár:

 "Við gerum okkar ýtrasta til þess að koma blaðinu til áskrifenda eigi síðar en klukkan sjö að morgni alla útgáfudaga nema sunnudaga, en sunnudagsblaðinu er dreift síðla laugardags.
"

Ég hef oft velt fyrir mér og reynt að fá upplýsingar um hvað síðla einhvers dags, í þessu tilfelli laugardags, þýði.  Ég persónulega legg þann skilning í að þetta sé seinni hluta laugardags, þ.e. til kl. 19:00 eða svo.  Þá er komið kvöld hjá mér.  Spyrji maður áskriftardeild Mbl þá fást ekki svör og helst skipt um umræðuefni.  En þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum kríjaði ég út það svar að það teldist allt til miðnættis.  W00t

Ég spyr bara.... Hvað varð um laugardagskvöldin?!!!!!! Nú er bara laugardagsnótt - til u.þ.b. 6 að morgni laugardags.  Þá tekur við laugardagsmorgunn - svona fram að hádegi eða svo.  Síðan má ætla að eftir það sé laugardagurinn sjálfur og hann getur bara ekki náð lengra en til kl. 19:00 með góðu móti.  En áskriftardeildin er búin að lengja hann til 23:59.

Það eru engin laugardagskvöld lengur!!  Ekki lýgur Mogginn.  Woundering  Ég vil fá laugardagskvöldin aftur!!!  Crying og sunnudagsmoggann samkvæmt mínu síðla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahhaha, horfin laugardagskvöld! Maður hjá Neyðarlínunni sagði mér einu sinni að "112" fengi símtal á hverjum laugardegi (hann sagði ekki klukkan hvað) frá eldri konu sem spyrði alltaf hvaða dagur væri í dag. Hún fékk nefnilega alltaf sunnudagsmoggann á laugardögum og það ruglaði hana. Nú er spurning um að flytja í sama hverfi og kerla ...

Guðríður Haraldsdóttir, 7.9.2007 kl. 23:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég man eftir þeim laugardagskvöldum þegar allir hittust í kaffi hjá ömmunni, hlustuðu á útvarpsleikrit og svo á danslögin í útvarpinu.  Þá var gaman langt fram á SÍÐLA kvöld!!!!!

Vona að krossgátan sé komin í hús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 21:06

3 Smámynd: krossgata

Krossgátan kom í hús 22:20.  Það gæti farið svo að ég verði að segja upp Mogganum til að endurheimta laugardagskvöldin......

Já ég held það bara.  Ég kaupi bara blaðið síðla laugardags í sjoppunni.

krossgata, 9.9.2007 kl. 02:10

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það ruglaði líka ömmu mína að fá sunnudagsmoggann á laugardagskvöldum.

Krossgata mín. Það eru 10 dagar frá síðasta bloggi. kommasoooo...

Jóna Á. Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 22:59

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hæ. ég aftur. Á ekkert að fara að blogga kona?

Langar að þakka þér fyrir kveðju mín megin mín kæra. 

Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband