13.8.2007 | 23:30
Aldrei féll henni verk úr hendi.
Stundum velti ég fyrir mér hvað muni verða skrifað um mann að manni gengnum (ef þá eitthvað). Það var stundum sagt um myndarlegar húsmæður í gamla daga þegar þær voru horfnar á vit feðranna: "Aldrei féll henni verk úr hendi". Ég á ekki von á að það verði sagt um mig. Manneskju sem tekur sér náttfatadag tvisvar sinnum í mánuði og dekrar við sína sérvisku á einn eða annan hátt.
Ég vil samt benda á að núna akkúrat er ég að sjóða rabarbarasultu og er alveg hrikalega húsleg og allt. Í gær týndi ég ber og ef ég verð ekki búin að gúffa þeim öllum í mig á morgun eða hinn er hugsanlegt að ég geri líka sultu úr þeim. Ekki nóg með það heldur snaraði ég fram rabarbara-rauðlauksmauki fyrir tengdó áðan og hún fór sæl heim með þessa tilraun (hennar hugmynd reyndar - útfærð af mér ).
Svo ef fólk minnist haustdaga þegar það minnist mín getur það alveg skrifað í eftirmælin: Aldrei féll henni verk úr hendi. En nú ætla ég að koma sultunni í krukkur og fá mér brauð með smjöri og volgri sultu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Athugasemdir
Bestu þakkir Anna. Ég fann þetta á endanum... en fór alveg yfir Kjöl og aftur til baka, síðan fjallabaksleið áður en ég fann þetta og þá andaði ég léttar yfir kaffibolla og sá þennan fullkomlega einfalda vegvísi frá þér.
krossgata, 14.8.2007 kl. 15:47
Krossgata villtu gjöra svo vel að koma með rauðlauksjukkið, þe uppskriftina. Vantar sollis alveg gjörsamlega.
Smjúts
Jenný Anna Baldursdóttir, 15.8.2007 kl. 17:25
Í sviga fyrir aftan magnið sem ég notaði í tilraunina. Heppnaðist stórvel, smellpassar með kjöti og dóttlunni finnst þetta geggjað með osti.
krossgata, 17.8.2007 kl. 00:57
Muna svo að skrúbba tennurnar eftir að hafa étið svona lagað. Sultan er góð, en ógurlega sæt...
Sigurjón, 17.8.2007 kl. 01:18
Algjör sykursprengja en allt í lagi að fá sér smá einu sinni í mánuði.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 01:24
þessi setning; ja, henni féll (fellur) nú aldrei verk úr hendi, hefur reyndar alltaf farið svolítið í taugarnar á mér. Kannski vegna þess að ég er andstæða þessarar verkviljugu konu. En það er eins og það séu alveg ótrúlegir mannkostir að vera haldin tuskuæði eða að vera gjörsamlega ofvirk húsmóðir.
Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 00:06
Skil þig Jóna. Það má nú kannski minna fólk á að húsverk eru ekki einu verkin. Það eru líka verk að semja og skrifa, rækta samskipti við fjölsyldu og vini, ráða krossgátur....... ja það er kannski aðeins of langt seilst en samt.
krossgata, 18.8.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.