Leita í fréttum mbl.is

Reglusemi.

Þegar ég var ung og já bara allt fram á þennan dag hefur orðið reglusemi farið í taugarnar á mér.  Það hefur þó ekki gert mér neitt.  Ég er bara haldin upplýstum meðvituðum fordómum gagnvart því.  Þetta kemur til af því að orðinu hefur oft verið lævíslega beitt til að gera lítið úr fólki.

Í gegnum tíðina þegar ég hef rætt fólk sem eldra fólk í minni fjölskyldu þekkir ekki hefur oft hljómað setningin:  Er hann/hún ekki reglusöm/-samur?  Í uppreisnaranda unglingsáranna þegar maður var með ofvaxna réttlætiskennd og allur heimurinn á móti manni ákvað ég alltaf að verið væri að dylgja með það að hann eða hún væru ekki fínn pappír.  Þetta var nú bara ósköp sakleysisleg spurning og ekki ætlað að dylgja neitt.  En þessi upplifun unglingsáranna hefur einhvern veginn lifað í mér og mér er illa við þetta orð.

Ég hef nefnilega kynnst alls konar fólki gegnum tíðina.  Reglusömu fólki í þeirri merkingu sem eldra fólkið lagði í orðið:  drekkur ekki, reykir ekki, er stundvís, er í vinnu/skóla osfrv.  Sumt af þessu reglusama fólki hefur skort aðra kosti eins og sveigjanleika, umburðarlyndi, kímni og er leiðinlegt jafnvel illa innrætt.  Sumt ekki.

Ég hef líka kynnst fólki sem þetta sama eldra fólk mitt myndi kalla óreglusamt og fitja upp á trýnið:  drekkur (sumir í óhófi), reykir (sumir í óhófi), hefur mætt of seint og sumir hreinlega óstundvísir (óstundvísi pirrar mig reyndar), flestir hafa þó stundað vinnu eða skóla, en ég hef líka kynnst atvinnulausu fólki og það hefur ekkert með þessa reglusemi eða óreglusemi að gera.  Sumt af þessu óreglusama fólki hefur verið indælismanneskjur.  Þar stendur hnífurinn í kúnni, því þá finnst mér það ekki skipta máli hvort fólk drekkur rauðvín með matnum öðru hvoru, hvort það reykir eða hvort það hefur sofið yfir sig einu sinni eða tvisvar og finnst enginn hafa rétt á því að fitja upp á trýnið og afgreiða manneskjuna sem eitthvað síðri pappír.

Ég hef því átt það til að snúa upp á mig og snúa út úr og segja fólk afar reglusamt, t.d.: "Já hún Sigga er sko reglusöm og reykir alltaf eina sígarrettu á 2ja tíma fresti yfir vökutímann og fær sér alltaf rauðvín með matnum annan laugardag í mánuði þegar þau hjónin eiga rómantískan dag sér til heiðurs og fær sér alltaf í glas á árshátíðinni, sem hún mætir venjulega hálftíma of seint á." eða "Nei hann Lúlli er mjög óreglusamur og er afar óreglulegt og sjaldgæft að hann eigi jákvætt orð um náungann."

En líkast til er þetta allt saman ákaflega einfalt og ómerkilegt.  Ég nefnilega er afar reglusöm og fæ mér reglulega rauðvín með mat, reyki jafn og þétt yfir sólarhringinn mjög skipulega og er með eindæmum stundvís.  Greinilega finnst mér bara gefið í skyn að ég sé eitthvað gölluð þó ég um mig frá mér til mín hafi hreinlega ekki komið upp í umræðunni.  Svona er maður nú hégómlegur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Dásamleg færsla, listilega skrifuð og stórskemmtileg.  Takk.  Svo er ég auðvitað svo sammála þér.  Hinir "reglusömu" (eða eigum við að kalla þá hina staðföstu) varntar oft heilmikið upp á það sem hinir óreglusömu geta stundum haft í ríkum mæli.  Þ.e. spontanitet, samkennd og húmor.  Ekki að ég vilji alhæfa.  Ég er mjög reglusöm í minni óreglu.  Reyki eins og þú, drakk reglulega á hverjum degi þangað til ég hætti því og ég mæti aldrei of seint.  Jú einu sinni í janúar 1973 þegar það gaus í Vestmannaeyjum.  Man það af því ég missti af strætó í bókabúðina.  Muhahahahahaha

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.8.2007 kl. 00:07

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahaha. Amma talaði svona. ''Hann var óreglumaður''. Hún kemur af miklu óreglufólki.

Góð færsla og ég er hjartanlega sammála þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Sigurjón

Þetta er afar athyglisverður pistlingur.  Nú er ég með stundvísari mönnum og hætti að reykja, þrátt fyrir að hafa alltaf reykt í hófi (bara á kvöldin), en ég á það til að skvetta í mig áfengi og svefninn fer alltaf í óreglu þegar ég þarf ekki beinlínis að mæta í vinnu á ákveðnum tímum.  Þá mæti ég alltaf á réttum tíma og tek bara svefntöflu til að sofna á skikkanlegum tíma.  Þetta virkar fyrir mig, án þess að ég viti hvort ég fylli flokk reglusamra eður ei.  Fyrir mér er það ekki ljóst hvað er fólgið í þeim orðum.

Sigurjón, 18.8.2007 kl. 20:13

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Krossgáta. Ég var að kíkja í gestabókina hjá mér í fyrsta skipti í nokkra mánuði og sá þá fullt af skemmtilegum kveðjum. M.a. frá þér þar sem þú spyrð hvort ég hafi gaman af krossgátum o.þ.h. Ég leysi stundum krossgátur (er samt ekkert hrikalega fær í því), scrabble held ég að ég hafi spilað einu sinni á ævinni en held að ég myndi hafa gaman af því.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2007 kl. 08:42

5 Smámynd: krossgata

Ah, já.... og sendi þér krumpaðar kveðjur  minnir mig.  Þessar spurningar eru tilvísun í orðtrivia en ekki orginal leikina sem nefndir eru.

krossgata, 23.8.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 10821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband