23.8.2007 | 21:35
Nauðgunarlyf á lyfjaskrá - af hverju?
Heiða nokkur hefur vakið athygli á því á blogginu sína að hún hafi kynnt sér svefnlyfið Flunitrazepam. Flestir kannast betur við Rohypnol eða nauðgunarlyfið en Flunitrazepam er sama lyfið undir öðru nafni.
Heiða skrifaði m.a.:
''Þetta tiltekna svefnlyf hefur enga sérstöðu sem er til bóta fyrir þá sjúklinga sem þurfa á svefnlyfi að halda. Á markaðnum eru tugir svefnlyfja sem gagnast sjúklingum alveg jafn vel og sem ekki hafa þá "kosti" sem nauðgarar sækjast í, þ.e. minnisleysi og almennt rænuleysi til að veita nauðgara mótspyrnu.
Augljósasti ''kostur'' lyfsins er að sjálfsögðu sá að nauðgarar geta verið nokkuð vissir um að fórnarlambinu er nánast ómögulegt að kæra eða framfylgja kæru vegna þessa minnisleysis. Lyfið er stundum notað við dáleyðslu vegna þess að það er nánast hægt að fá fólk til að gera hvað sem er undir áhrifum þess.''
Á síðu Heiðu eru nánari og ítarlegri upplýsingar um lyfið og svör sem hún fékk frá Landlæknisembættinu í þessari ''könnunarferð'' sinni.
Þrátt fyrir að auðveldlega sé hægt að nota önnur lyf fyrir sjúklinga í stað Flunitrazepam, hefur lyfið ekki verið tekið út af lyfjaskrá.
Heiða hefur nú beðið okkur (bloggara) um aðstoð til að vekja athygli á málinu, með því að blogga um það og/eða senda Lyfjastofnun tölvupóst. Hann má vel vera saminn af ykkur sjálfum eða bara afrita textann hér undir:
Svefnlyfið Flunitrazepam hefur enga jákvæða virkni fyrir þá sjúklinga sem neyta þess fram yfir þá tugi annara svefnlyfja sem eru á lyfjaskrá. Virka efnið í lyfinu hefur þó þau neikvæðu áhrif að af því skapast algjört minnisleysi og getuleysi til að greina umhverfi sitt. Þessi atriði hafa valdið því að lyfið hefur þann vafasama heiður að vera þekkt sem "nauðgunarlyf" (Date-Rape). Lengi hefur tíðkast, hér á landi sem annars staðar, að lauma því í drykki fólks til að ná fram áðurnefndu minnis- og getuleysi og ef allt fer samkvæmt áætlun fylgir nauðgun í kjölfarið. Það er nánast ógerlegt fyrir fórnarlamb þessa að kæra til lögreglu sökum minnisleysis. Árið 2006 var Flunitazepam ávísað í ríflega 11.000 skömmtum. Þar sem lyfið hefur enga sérstöðu til bóta fyrir þá sjúklinga sem nota það fer ég þess á leit að Flunitrazepam verði tekið af lyfjaskrá hér á landi hið snarasta.
Öryggi barnanna okkar sem og annarra ástvina hlýtur að vega þyngra en svo að nauðsyn teljist að hafa þetta hættulega lyf í umferð
-------------------------------------------
Getur einhver upplýst mig/okkur/alla um af hverju í ósköpunum þessi lyf (Rohypnol og Flunitrazipam) er á lyfjaskrá þegar það hefur enga kosti umfram önnur svefnlyf en til nauðgana? Af hverju var lyfið tekið til sölu á Íslandi yfir höfuð (það er nú langur ferill og fyrirhöfn að koma lyfi á lyfjaskrá á Íslandi)?
Ef einhvern langar til að spyrja hvort eigi þá ekki bara að banna öll svefnlyf þá er svarið: Það á að banna öll lyf sem hafa sömu verkun og Rohypnol og Flunitrazipam. Eins og marg oft hefur verið bent á þá eru til önnur svefnlyf sem hafa nákæmlega tilætlaða virkni fyrir þá sem þurfa að neyta svefnlyfja.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Athugasemdir
TAKK!!
Heiða B. Heiðars, 23.8.2007 kl. 21:36
Æðislegur samtakamátturinn og gott að geta nýtt hann til góðra verka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2007 kl. 21:57
"Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér" var einhvern tíma sagt.
Einu sinni var sælgæti tekið af markaði (gamla brennið) af því í því var eter eða skylt efni sem sljóvgaði fólk. Gott ef blár Ópal var ekki svipaðrar ættar. Börn voru að borða þetta og svona. Sjálfsagt að taka það af markaði. Það er til sælgæti með svipuðu bragði án þessa efnis.
Ég verð að segja að mér finnst að minnsta kosti ætti að vera jafn auðvelt að koma þessum lyfjum af markaði. En framleiðendurnir eru stórir, Roche og NM Pharma og eiga mikla peninga.
krossgata, 23.8.2007 kl. 22:16
Ég nota svefnlyfið Imovane. Það er stórgott finnst mér. Það er áhrifaríkt og veldur mér ekki ,,þynnku" daginn eftir. Ég sef líka betur með því að taka það inn.
Sigurjón, 25.8.2007 kl. 00:22
Flott grein hjá þér og þetta eru spurningarnar sem við viljum fá svör við.
Halla Rut , 26.8.2007 kl. 20:13
Tek undir með þér heilshugar.Við ættum ekki að hafa nein lyf á markaði hér á landi sem geta verið misnotuð til voðaverka eins og nauðgana.Ég tala nú ekki um þegar til eru önnur lyf sem gagnast þeim sjúklingum sem sannarlega þurfa lyfin , jafnvel.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.