7.9.2007 | 22:04
Hvað hefur orðið um laugardagskvöldin?!
Laugardagskvöld eru indæl kvöld. Sunnudagskrossgátan, kaffibolli (lesist: kaffibollar) og jafnvel líkjör. Það gerist bara ekki betra. Til þess þarf að fá sunnudagsmoggann, sem er dreift síðla laugardags. Hvaða merkingu má leggja í orðið síðla? Ég er með helgaráskrift að Mogganum og las um dreifingu Morgunblaðsins á vefnum. Þar stendur og hefur staðið í að minnsta kosti eitt og hálft ár:
"Við gerum okkar ýtrasta til þess að koma blaðinu til áskrifenda eigi síðar en klukkan sjö að morgni alla útgáfudaga nema sunnudaga, en sunnudagsblaðinu er dreift síðla laugardags.
"
Ég hef oft velt fyrir mér og reynt að fá upplýsingar um hvað síðla einhvers dags, í þessu tilfelli laugardags, þýði. Ég persónulega legg þann skilning í að þetta sé seinni hluta laugardags, þ.e. til kl. 19:00 eða svo. Þá er komið kvöld hjá mér. Spyrji maður áskriftardeild Mbl þá fást ekki svör og helst skipt um umræðuefni. En þolinmæðin þrautir vinnur allar og á endanum kríjaði ég út það svar að það teldist allt til miðnættis.
Ég spyr bara.... Hvað varð um laugardagskvöldin?!!!!!! Nú er bara laugardagsnótt - til u.þ.b. 6 að morgni laugardags. Þá tekur við laugardagsmorgunn - svona fram að hádegi eða svo. Síðan má ætla að eftir það sé laugardagurinn sjálfur og hann getur bara ekki náð lengra en til kl. 19:00 með góðu móti. En áskriftardeildin er búin að lengja hann til 23:59.
Það eru engin laugardagskvöld lengur!! Ekki lýgur Mogginn. Ég vil fá laugardagskvöldin aftur!!! og sunnudagsmoggann samkvæmt mínu síðla.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Spil og leikir | Facebook
Tenglar
Staldrið
Reglulegir viðkomustaðir
- OKUR Okrið á Íslandi
- Leirbulla
- Einherji
- Silfrið
- Víkverjavofan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Nýjasta vitleysan
Ég er...
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Athugasemdir
Hahhaha, horfin laugardagskvöld! Maður hjá Neyðarlínunni sagði mér einu sinni að "112" fengi símtal á hverjum laugardegi (hann sagði ekki klukkan hvað) frá eldri konu sem spyrði alltaf hvaða dagur væri í dag. Hún fékk nefnilega alltaf sunnudagsmoggann á laugardögum og það ruglaði hana. Nú er spurning um að flytja í sama hverfi og kerla ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.9.2007 kl. 23:07
Ég man eftir þeim laugardagskvöldum þegar allir hittust í kaffi hjá ömmunni, hlustuðu á útvarpsleikrit og svo á danslögin í útvarpinu. Þá var gaman langt fram á SÍÐLA kvöld!!!!!
Vona að krossgátan sé komin í hús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 21:06
Krossgátan kom í hús 22:20. Það gæti farið svo að ég verði að segja upp Mogganum til að endurheimta laugardagskvöldin......
Já ég held það bara. Ég kaupi bara blaðið síðla laugardags í sjoppunni.
krossgata, 9.9.2007 kl. 02:10
Það ruglaði líka ömmu mína að fá sunnudagsmoggann á laugardagskvöldum.
Krossgata mín. Það eru 10 dagar frá síðasta bloggi. kommasoooo...
Jóna Á. Gísladóttir, 17.9.2007 kl. 22:59
Hæ. ég aftur. Á ekkert að fara að blogga kona?
Langar að þakka þér fyrir kveðju mín megin mín kæra.
Jóna Á. Gísladóttir, 20.9.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.