Leita í fréttum mbl.is

Kynferðiskynning.

Ég man þarna um árið að Ísland varð frægt í skemmtanaiðnaðinum.  Það kom fram í einhverjum þættinum, Sopranos eða einhverju álíka, að íslenskar konur væru lauslátari en allt í heiminum og það væri staðurinn til að sækja heim og fá á broddinn.  Eitthvað rámar mig í að Flugleiðir hafi tengst þessu.  Ég man þetta ekki nægilega vel.

Samkvæmt einhverri könnun sem varð að frétt á mbl.is eru samt Tyrkir lauslátastir og við einhvers staðar á topp tíu listanum.  Las þetta ekki vel, enda ekkert sérlega merkilegt lesefni að mínu mati.

Við höfum samt löngum verið dugleg að hampa "Ísland best í heimi" á alla mögulega kanta:  Bestu skáldin, besti stangastökkvarinn, bestu kartöflurnar, bestu nördarnir, fallegasta kvenfólkið og já já endilega höfum það með lauslátasta kvenfólkið, það selur svo vel *blikk blikk*.

Áðan horfði ég á Dr. House og að þættinum loknum eru sýnd brot úr næsta þætti.  Meðal annars brot þar sem ung falleg stúlka vill fleygja sér í bólið með háttvirtum lækninum og er að réttlæta það og segir:  "Á Íslandi mega stelpur stunda kynlíf 14 ára, af hverju ekki hér?".  !!!!!!! 

Mig rak í rogastans.  Hverjum í grængoluðum golþorskum finnst þetta sniðug landkynning og kemur þessu á framfæri til notkunar í afþreyingarefni - vinsælu?  Svo erum við hissa á að það gangi ekkert að herða refsingar gagnvart barnaníði og kynferðisofbeldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: krossgata

Jú það er vissulega verið að vísa í "lögríðaaldurinn" svokallaða.  Mér finnst það samt óhuggulegt í þessu samhengi.  Ég reyndar velti fyrir mér hver sá aldur er í öðrum siðmenntuðum löndum í framhaldi af þessu.  Ef þetta yrði til þess að fólk hugsaði út í það og þetta yrði til að þrýstingur yrði á að við nálguðumst önnur lönd hvað það varðar þá er það gott.  En ef þetta verður til þess að hingað flykkist menn til að skoða unglömbin sem eru svo "frjáls"......   Þetta sló mig alla vega.

krossgata, 20.9.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ömurleg landkynning.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.9.2007 kl. 21:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Konur sem lauslætisdrósir í auglýsingum selja svo vel.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.9.2007 kl. 09:47

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jæja. Það kom að því að ný færsla rataði hér inn

Mér skilst, eftir alla umræðuna undanfarið, að aldurinn hefur verið hækkaður upp í 15 ár. skárra en ekki nógu gott. Ósmekklegt og leiðinlegt að heyra að svona rati inn í vinsælan sjónvarpsþátt.

Krossgata mín, takk fyrir komment mín megin við blogg-afmælisfærslunni minni.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.9.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband