Leita í fréttum mbl.is

Ósköp rökrétt.

Samkynhneigðir geta gifst, löglega.  Bara ekki fengið vígslu í kirkjum.  Það er eðlilegt þar sem það er andstætt kenningum trúarsamfélagsins að viðurkenna sam-vígt-band (hvað sem ætti að kalla það því merking orðsins hjón er karl og kona) þeirra.

Þegar ég giftist um árið hjá borgardómara, var ég bara alsæl með það og hef ekki séð mig knúna til að endurtaka athöfnina í kirkju - með presti.  Samkynhneigðir hafa sama rétt og ég.  Séu þeir trúaðir þá vita þeir að það er andstætt Guði að blessa samband þeirra og bera það ekki á borð fyrir hann.  Séu þeir ekki trúaðir þá sé ég ekki ástæðu til að vígjast í kirkju.

Af hverju ættum við og samkynhneigðir að neyða kirkjuna til ganga gegn þessum kenningum.  Þetta er svipað og ef fluguhnýtingarfélagið er neytt til þess að stunda útsaum bara af því saumaáhugafólkið vill komast á árshátíðir fluguhnýtingafélagsins. 


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara spurning um fordóma. Leitt að Þjóðkirkjan skuli enn vera hluti af ríkinu okkar.

Þór (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:17

2 identicon

Ég er samkynhneigðu og hef aldrei viljað þvinga trúfélög til þess, hinsvegar má það ekki heldur vera öfugt og öll trúfélög þvinguð til þess að gera það ekki. Nú eru allavega tvö trúfélög á Íslandi sem eru tilbúin til þess að blessa hjónabönd samkynhneigðra, er ekki sjálfsagt að leyfa þeim það? Svo eins og þú segir geta samkynhneigðir farið þá leið að giftast borgaralega. Finnst eins og samkynhneigðir eigi bara að ganga úr Þjóðkirkjunni. Annars er ég almennt á móti Þjóðkirkjunni, finnst að slíkt fyrirbæri eigi ekki að vera til í landi þar sem trúfrelsi á að vera í gildi. Held að umræðan um samkynhneigð hefði orðið minna dramatísk ef engin Þjóðkirkja væri. Viðkvæmara að hún taki afstöðu gegn samkynhneigð þar sem hún er "eign þjóðarinnar".

Geiri (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:19

3 identicon

Það er einmitt ekki andstætt Guði að blessa samband samkynhneigðra, kenninganefnd þjóðkirkjunnar hefur meira að segja komist að því. Tillaga um að blessa staðfesta samvist var samþykkt bara ekki löggerningurinn að giftast í kirkju. Það er heldur ekki eins og samkynhneigðir og kirkjan séu tveir aðskildir hópar og annar sé að neyða hinn til einhvers, kirkjufólk er líka samkynhneigt og samkynhneigðir eru líka í kristnir og margir í þjóðkirkjunni. Manstu eftir mengjunum í grunnskóla, þetta eru svona tvö mengi sem skerast.

Eva (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:22

4 identicon

Eigum við, sem kristið samfélag að miða okkar kenningar og hefðir eftir brons- og steinaldarsamfélögum fyrir botni Miðjarðarhafs? Það er spurningin. Biblían er 4000 ára gömul bók skrifuð af 4000 ára gömlu fólki. Biblían talar ekki um samkynhneigða berum orðum enda var hugtakið ekki til fyrir 4000 árum. Það er tæplega 100 ára. Ekkert við þetta er rökrétt.

Kári Emil (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 10832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband