Leita í fréttum mbl.is

Það er kannski...

... að bera í bakkafullan lækinn að skrifa eitthvað um þetta heita hundamál.  En ég ætla samt að gera það.  Mér finnst múgæsingin þvílík og það yfir tómum sögusögnum.  Lýsingar eru auðvitað hrikalegar og ómanneskjulegar á atburðum, en hvað er svo sem vitað í þessu máli?

Hundurinn hvarf 28. maí.  Atburðurinn ömurlegi á að hafa gerst helgina 15.-17. júní.  Samt er iðulega talað um að ungu mennirnir hafi rænt honum eða fundið hann.  Hvenær? Eiga þeir að hafa haft hundinn allan þennan tíma, tvær og hálfa viku?  Það síðasta sem ég hef úr fréttum er að hundurinn hefur ekki fundist enn og því í raun ekkert vitað um ástand hans.

Vitni gefur sig fram 10-12 dögum eftir að atburðurinn á að hafa átt sér stað.  Lætur maður ekki vita strax?  Mér finnst einhvern veginn trúlegra að ef fólk gefur sig ekki fram strax þá sleppi það því alfarið.  Einhvers staðar á bloggi las ég að Neyðarlínan eigi að hafa gert lítið úr málinu þegar hringt var og sagt að lögreglan hefði ekki tíma til að svara svona löguðu.  Man ekki eftir að hafa séð það neins staðar í fréttum.  En illt ef satt er.

Það er talað um að verknaðurinn hafi náðst á öryggismyndavél, en það er engin öryggismyndavél á staðnum þar sem þetta á að hafa átt sér stað.

Það grípur um sig múgæsing meðal fólks og farið er að ásækja ungan mann með allt að því álíka grimmdarlegum hætti og verknaðurinn sem hann er sakaður um, sem enginn veit þó hvort hann hefur komið nokkuð nálægt.  Hann fullyrðir þó að hann hafi ekki verið á Akureyri á þessum tíma.  Það er skiljanlegt í ljósi aðstæðna, en væri kjánalegt ef hann hefur verið þar þá.

Svo er haldan kertavaka til minningar um hund, sem enginn veit hvar er eða í hvaða ástandi.  Það er ekki einu sinni haldin kertavaka þegar börn deyja af slysförum eða öðrum ástæðum.  Ég man eftir kertavöku til minningar um fórnarlömb sprengjunnar á Hirosima og Nagasaki.

Ég vona að eigendur hundsins finni hann, helst á lífi og við góða heilsu, en alla vega fái að vita um afdrif hans.  En er ekki rétt að slaka á þar til öll kurl eru komin til grafar? 

16.07.2007  Nú eru flest kurl komin til grafar og hundurinn reyndist vera á lífi.  Mikið er ég fegin því.  Merkilegt hvað hann virðist vera styggur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband