Leita í fréttum mbl.is

Persónuskilríki

Ég man ekki hvaða vitleysu mig var að dreyma í nótt, en ég fór að hugsa um persónuskilríki yfir morgunkaffibolla 1.  Allt í einu fór ég að hugsa um að ég heyrði í útvarpi um daginn ósléttar farir einhverrar konu í einföldum bankaviðskiptum þar sem hún var krafin um persónuskilríki.  Einu skilríkin sem hún hafði var debetkortið, með mynd, gefið út af bankanum.  Bankinn tók það ekki gilt sem gild persónuskilríki. Woundering  Í þessum útvarpsþætti var talað við talsmann bankans eða fjármálastofnunar einhverrar og kom fram að gildra/viðurkenndra persónuskilríkja væri krafist við tiltekin viðskipti, eitthvað í tengslum við lög um peningaþvætti og að þessi gildu/viðurkenndu skilríki væru vegabréf eða ökuskírteini.

Ég fór því að velta fyrir mér að það er löngu hætt að úthluta manni nafnskírteinum eins og gert var í mínu ungdæmi og að það eru alls ekki allir sem hafa tekið bílpróf né farið til útlanda.  Því má ætla að einhver hluti þjóðarinnar eigi ekki gild persónuskilríki.  Hvað gerir það fólk í einföldum bankaviðskiptum eins og millifærslu milli tveggja hálftómra reikninga?  Þegar það til dæmis er augljóst að þó talsmenn banka fullyrði að debetkortið gefið út af þeim dugi til almennra viðskipta þá dugar það alls ekki til og fólk er krafið fínni pappíra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 10828

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband