Leita í fréttum mbl.is

Lífið.

OldCouple

  Þau voru öll saman í stofunni.  Fullorðin hjón, dóttir þeirra og barn hennar.  Venjulegur dagur með kaffisopa að loknu dagsverki.  Mæðgurnar sátu í sitt hvorum stólnum og ræddu um landsins gagn og nauðsynjar af öryggi þeirra sem allt vita.  Það var ekkert nýtt.  Maðurinn stóð í gættinni og horfði yfir sviðið með undarlegt bros á vörum.

  Barnabarnið lék sér til hliðar.  "Amma, kondu énna!" hrópaði hann og vildi fá ömmu til að leika.  Ömmu var mikið niðri fyrir og var að ræða hástöfum eitthvað óréttlæti heimsins eins og að uppáhalds kakan í Bónus hafði hækkað tvöfalt á síðustu mánuðum og fólkið á annarri hæðinni sem var með þrjá bíla tók öll bílastæðin og óánægjan streymdi úr hljómfalli raddarinnar.

"Bíddu aðeins kúturinn minn amma er að tala við afa", sagði amma og snýr sér aftur að manni sínum og dóttur og heldur áfram að þusa af miklum móð um mikilvægustu mál dagsins og er mikið niðri fyrir.  "Amma, konda leika", segir drengurinn litli hálf brostinni röddu vonsvikinn yfir að amma skuli ekki spretta á fætur eins og allir vita að ömmur eiga að gera þegar ömmukútar kalla.

Amma snýr sér að drengum, í miðri háværri setningu, snarlækkar röddina og segir blíðlega:  "Bíddu aðeins kúturinn minn, amma er aðeins að tuða í afa" og snýr sér aftur að hinum tveimur og heldur áfram réttlætisræðunni um ranglætið af engu minni styrk en áður.  Dóttirin hlær.  "Amma þarf að taka út tuðskammtinn sinn".

Maðurinn stendur í gættinni og horfir yfir sviðið með undarlegt bros á andlitinu.  "Þetta er lífið", hugsar hann, "merkilegt að hafa ekki tekið eftir því fyrr".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

krossgata
krossgata
Sérleg áhugamanneskja um krossgátur, þá sérstaklega sunnudagsgátu mbl.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 10829

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband